Tuesday, July 29, 2008

Hulk-ína

Ég rakaði garðinn í dag og fannst voða sniðugt að vera í sandölum, því það var svo heitt og gott veður, alveg þar til ég kom inn...hef sjaldan séð grænni tær, nema þá kanski á Hulk! Hefði verið alveg kjörin í hlutverk The incredible HulkWomen ;) hehe...
Svo afrekaði ég það að fara út að skokka, sem ég hef ekki haft heilsu í að gera síðan í kvennahlaupinu í byrjun júní (þurfti alveg að vanda mig að skrifa ekki kellingahlaupinu.;)...Það var aldeilis fínt að skokka aðeins, fór nú hvorki langt né hratt en gott var það. Vígði nýju hlaupabuxurnar við þetta sama tækifæri og þetta er bara allt annað líf að hlaupa í svona sér hönnuðum fatnaði ;)
Og loksins tókst mér að kaupa ryksugupoka...eitthvað sem ég hef verið á leiðinni til að gera alltof lengi....allt í einu virkaði ryksugan bara miklu betur...datt eitt gott sparnaðarráð í hug þegar ég var að skipta um ryksugupoka....það má bara sauma utanum þá úr efnisafgöngum sem allir eiga heima hjá sér og nota sem púða ;) Gott ráð frá mér í kreppunni ;)

Jæja, best að bulla ekki meira í bili, ætla að skella mér á Batman myndina í kvöld, svona þegar Kristján kemur úr bíói ;) við bara skiptumst á að fara í bíó...hehe

Sól sól sól...

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Jó! Nú myndi Kathleen segja að þú skokkir ekki rassgat. Þú HLEYPUR!!!

Og hann Árni bróðir þinn varð einmitt svona grænn á tánum um daginn, í slættinum og garðyrkjunni. Og var fljótur að finna út að hann væri sko ekki með græna fingur. Heldur grænar tær.

Þið eruð nú öllsömul frekar jafnfyndin.

Elísabet Katrín said...

He he...hún Kathleen hefði nú ekki sagt að ég væri á hlaupum ef hún hefði séð til mín ;) þetta var framkvæmt af ró og festu ;)
Ég var nú einmitt annars að spá í að skrifa að ég hefði komist að því að ég hefði greinilega grænar tær en ekki fingur...en lét það vera...við hugsum eins ;)