Sumarið er komið, það fer ekkert á milli mála lengur. Ég fór í sund í dag og lá eins og skata og bakaðist í sólinni...tjill tjill tjill...skrapp svo í sveitina að snúa fyrir Sverrir en ekki fór betur en svo að ég stór skemmdi heyþyrluna...tja, kanski ekki beint mér að kenna...en frekar leiðinlegt samt.
Svo er ég einnig að toppa mig í bíó ferðum þessa dagana, fór að sjá Hellboy í gærkv. flott mynd, alltaf gaman af svona ofurhetjumyndum ;)
Jæja, litli gutti heimtar kósí kvöld með nammi og dvd áhorfi...og ég er hlýðin og vel upp alin móðir og geri eins og mér er sagt...
Sól sól sól :)
Till next...adios
Wednesday, July 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Og nú á að vera 20 stiga hiti svo langt sem spár ná... Um að gera að nota sér það :)
Já, nú er gott að vera í sumarfríi. Vantar bara einn ískaldann til að sötra í sólinni. Kannski maður kaupi eina kippu fyrir helgina og heimsæki Gústu á sólpallinn, en hún ætlar einmitt að koma í bæinn um helgina. Kannski spurning um að hittast og leggja á ráðin fyrir brúðkaupið mikla? kv.
Snúa Í! Og það heitir heyTÆTLA!
(Gerði frekari eftirgrennslanir úti í sveit um daginn og komst að því að yngri kynslóðin hér austantjalds talar um að tætla. Einn bóndafrændi minn sagðist nú bara ekkert ánægður með það að þegar hann bæði dóttur sína að fara út og snúa í færi hún bara að tætla...)
(Og svo slær maður líka HÁ í ágúst. Ekki UPP.)
(Bæðevei)
;-)
Það snýst nú bara Í mér...og hey tætla...hvað er nú það...???það færi þá bara allt í tætlur ;)
Fólk talar undarlega fyrir austan, kanski bara alltaf með sólsting ;)
Já, Hanna mér lýst vel á ráðabrugg á sólpallinum hjá Gústu...með svona 1-4 kalda við hönd ;)
Post a Comment