Wednesday, February 11, 2009

Já sæll...

Ég er búin að vera ofurlöt við að blogga undanfarið...hef verið öllu duglegri á Facebook en það er allt önnur saga ;)
Þórður bró og Alla mág tóku sig til síðustu helgi, gerðu sér lítið fyrir og skírðu litlu prinsessuna :) Hún var skírð Sigríður María :) til hamingju með þetta allt :)

Af málum lands og þjóðar er lítið annað að frétta að allt er í helvítis fokking fokki og ekki sér fyrir endann á þessari vitleysu...myndun nýrrar ríkisstjórnar virðist ekki hafa gert neitt sérstakt kraftaverk...enda er ég bara að styrkjast í þeirri trú að það þarf miðjuflokk til að stýra þessu öllu saman...allir öfgar til hægri eða vinstri geta aldrei látið gott af sér leiða...og hana nú! Annars ætla ég ekki að eyða stöfum eða orku í að skrifa um kreppu, ríkisstjórn, seðlabankastjóra, forseta eða forsetafrú ;) þetta er bara ett stórt samsæri ;)

Nú er allt komið í fokk aftur í frárennslismálum...aftur komin stífla og ég þarf algerlega að vakta það að snillingarnir fyrir ofan mig setji ekki í þvottavél...þau eru sko alveg búin að gera það þrisvar i þá þrjá daga síðan allt fór í ves..og ég hamast með drullusokkinn og reyni að ná í liðið sem á hinar íbúðirnar... en þessu fólki virðist vera þokkalega nákvæmlega sama hvað gerist í þessu húsi eða hvernig ástandið er...enda eru þau ekki í þeirri aðstöðu að geta ekki sett í þvottavél :(
Annars hafa fæst orð minnsta ábyrgð, heyrði að konu sem þurfti að borga hálfa millu í málskostnað vegna bloggskrifa um einhvern hundaræktenda...svo ég held að það sé best að hætta hér...;)

Annars er ég búin að plana ferð til Rvk. síðust helgina í feb. er búin að panta mér tíma hjá augnlækni og alles ;)
Það er brjálað að gera í skólanum, verkefni og verkefni og svo smá verkefni...svo þarf ég kanski að byrja á eitthvað af þessum 4 ritgerðum sem á að skila fyrir vorið ;)
Svo er 10.bekkur svo duglegur að selja kaffi þegar það er eitthvað um að vera í skólanum að ég er bara nánast í fullri vinnu við að búa til tertur og salöt ;) og best að gera eitthvað af viti :)

Till next...adois

No comments: