Tuesday, January 27, 2009

Völvuspá ;)

Eins og fram kom í síðasta bloggi mínu, þann 22.jan, þá spáði ég stjórnarslitum fyrir 26.jan. og viti menn...stjórnarslitin urðu bara akkúrat 26.jan ;) svo ég tilnefni hér með sjálfa mig sem völvu vikunnar ;)

Annars er tilefni þessarar bloggfærslu minnar í dag, sú að ég er stórhneiksluð! Það liggur sum sé í loftinu að Jóhanna "minn tími mun koma" Sigurðardóttir, verði næsti Forsetisráðherra landsins og mér lýst bara ljomandi vel á það og finnst einmitt merkilegt að núna loksins sé KONA á leiðinni í þetta embætti...sú fyrsta hér á landi.
Svo er ég að skoða visir.is áðan og þar er bara fyrsta frétt: Fyrsti samkynhneigði forsetisráðherrann" Halló! hvaða fuck máli skiptir kynhneigð hennar? Það eitt að hún skuli ekki vera með typpi, (sem virðist alltaf vera aðal málið og leitt hefur þjóðina í ógöngur-því typpum virðist oft (ekki alltaf) fylgja græðgi yfir það að komast yfir sem mest...)já, hvar var ég...humm, já sem sagt Jóhanna er kona og það er merkilegt hversu langt hún hefur náð í þessum karlaríkjum stjórnmálanna...og því ber að fagna, og ekki síður því að hún virðist vera eina KONAN með viti í þessu argaþrasi þarna um þessar mundir!
En að draga kynhneigð hennar inn í þetta, finst mér ósmekklegt og óviðkomandi því sem hún stendur fyrir á þingi.
Ég tek það fram að ég hef alls ekkert á móti hommum eða lesbíum og finst það algert aukaatriði við persónuleika fólks, eins og það er rauðhært eða dökkhært...og þar fyrir utan verð ég bara að upplýsa það að ég hafði ekki hugmynd um að Jóhanna Sig.væri samkynhneigð...og var einmitt að frétta af Páli Óskari um daginn ;) hehe...

Jóhanna Sig. fyrsta gráhærða konan sem forsetisráðherra ;)

Lifi Ísland :)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

LIFI JÓHANNA!!!!!!

Anonymous said...

Já þetta með samkynhneigðina sló mig líka. Þetta kom í kvöldfréttunum og ég fæ bara pirrur. En þetta er vist merkilegt. Eins sló það mig þegar Obama og Hillary voru í framboði að svartar konur kusu frekar húðlit en kyn. En svona er bara lífið. Maður verður að miða við eitthvað..

Elísabet Katrín said...

Er ekki bara best að miða við að menn og konur eru fólk? burt séð frá húðlit, kynhneigð eða háralit ;) Mér fannst reyndar Obama bara miklu sætari en Hillary ;) og hélt því með honum...held að grunnhyggni sé betri en fordómar ;)

Sigga Lára said...

Já, ég segi það sama. Ekki hafði ég hugmynd. Svo heyrði ég það. Og er alveg hjartanlega sama. Og flestir virðast sama sinnis, heyrist mér. Nema erlendir fjölmiðlar. Þeim finnst líka merkilegt hvað Íslendingum er sama.

Plebbaútlendingar.