Er komin heim eftir hina ágætustu Reykjavíkurferð :)
Fór til augnlæknis, keypti mér ný gleraugu sem ég fæ einhverntíman send í pósti og hitti gott fólk :)
Var í hinu besta yfirlæti hjá Árna bró og co eins og vanalega :)
Á laugardegi þegar ég var á leiðinni úr Vesturbænum í Hafnarfjörðinn, þá sé ég hvar hann Gunnar Þórðarson tónlistarmaður stendur og spjallar við einhvern fyrir utan eitthvað hús vestur í bæ...ég hugsa með mér hvað það sé nú merkilegt í stórborginni að sjá svona "frægt" fólk.
Þegar ég kem norður seinnipartinn í dag, alveg laus við að nenna að elda, og bruna beint á Subway, þá er fyrsta fólkið sem ég sé Þorgerður Katrín og Kristján Arason ;) Svo ég sá bara fleira "frægt" fólk á Akureyri en í Reykjavík...þessa helgina :)
Ég er fegin því að það er lítil umferð á Akureyir :)
Knús á ykkur öll :)
Till next...ados
Monday, March 02, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú ert svo fræg Eló mín;)
Post a Comment