Jó hó...
Fór á Kaldbak í gær, í sól og blíðu...renndi mér niður á skíðum hálfa leið og svo restina á snjóþotu. Fanst bæði æði en fékk þó meira kikk út úr snjóþotubruninu...enda þorði ég hraðar á því tæki ;)
Var ekki alveg sama í bröttustu brekkunum, þótt ég viðurkenni það náttúrulega ekki fyrir neinum!
Svo fór Sverrir bró. suður í gær og til Liverpool í dag, og ég er góði fjárhirðirinn á meðan ;) Svo ég er búin að fara tvisvar í fjárhúsin í dag og skóla og fund þess á milli. Hef einhvernvegin á tilfinningunni að þetta verði annasöm vika og sennilega líka fjót að líða ;)
Well...ætla að þykjast vera að læra, þarf víst að klára eitt verkefni í kvöld...geysp, langar nú meira að skríða bara í bólið ;)
En ekki dugir slór við að moka flór ;)
Ha de bra :)
Till next...adios
Monday, March 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
kvitt á þig
Post a Comment