Friday, April 03, 2009

Apríl

Þetta fer að verða spurning um að láta bloggin heita bara eftir mánuðum, þar sem ég er farin að blogga bara einu sinni í mánuði...það, eða blogga oftar ;)

Annars liggur mér margt á hjarta, og ég skil ekkert í sjálfri mér að vera ekki búin að fá útrás á þessum vetvangi fyrir margt löngu síðan!

Nú auglýsa bankarnir sem aldrei fyrr (nýju ríkisbankarnir), þeir auglýsa grimmt fjármálaráðgjöf og hversu mikið við eigum að teysta þeim. Persónulega finnst mér þetta ekki flókið reikningsdæmi, ég fór eftir ráðum bankans fyrir margt löngu, fór í auka lífeyrissparnað og tapaði svo 200þús kalli af því á einni nóttu, hefði komið mun betur út fyrir mig að sleppa þessum auka lífeyrissjóð og leggja bara sjálf inn á bankabók 5 þús á mánuði...eða bara troða í koddaverið ;)
Svo hér er ókeypis fjármálaráðgjöf frá mér: Ekki taka mark á neinu sem bankastofnanir (eða fólkið sem er að launum fyrir að ljúga fyrir það) segja. Persónulega er mér alveg sama þótt að starfsmaður í Nýja Landsbankanum sé með tvo hesta á húsi!

Svo er það blessuð kreppan...það virðist vera yfirlýst stefna hjá Akureyrarbæ að láta kreppuna ekki bitna á neinum nema þeim sem minna mega sín; börnum, gamalmennum og sjúkum!
Sparnaðurinn virðist fólginn í því að leggja niður Reykjaferðir hjá 7.bekk í öllum skólum, stytta skólaferðalög 10.bekkjar (amk í Brekkuskóla) og svo eru þeir að spá núna að stytta bara skólann yfir höfuð, svo þeir þurfi ekki að borga kennurum og öðru starfsfólki laun...reyndar hélt ég að þetta væri aprílgabb, en svo las ég um þetta aftur í gær...svo þeir eru varla að missa sig í aprílgöbbum í marga daga ;)
Pesónulega finnst mér að bærinn gæti byrjað sparnaðaraðgerðir sínar á því að fækka eitthvað bæjarstjórum á launum ;)

Nú er loka törnin að byrja í skólanum, reyndar mesta kennslan yfir staðin, en núna á ég bara eftir að skrifa tvær ritgerðir, skila einu stóru verkefni og taka þrjú próf!

Það er kanski bara best að byrja á einhverju ;)

Till next...adios

4 comments:

Sigga Lára said...

Fljótsdalshreppur er sveitarfélagið til að búa í. (Sem sagt, ekki FljótsdalsHÉRAÐ heldur eina sveitarfélagið sem ekki vildi sameinast því. Fljótsdalurinn, þar sem Skriðuklaustur er og þar.)
Eina sveitarfélagið sem á skítnóg af peningum eftir að hafa selt afréttina sem fór undir Kárahnjúkavirkjun. Svo er alltaf gott veður þar, jafvel enn betra en á Egilsstöðum.
Svo þetta er bara spurning um að flytja smá og þá þarf maður ekkert að vita af þessari kreppu.
Ertu ekki með?

Díana said...

Leikskólakennarar eiga að taka sér einn dag í launalaust frí í mánuði...

Maður bara verrrrður að elska sjálfstæðisflokkinn og forgangsröðunina þeirra.

Hanna Stef. said...

Ég hlæ nú bara þegar ég sé þessar auglýsingar frá bönkunum um fjármálaráðgjöf. Ég segi nei takk! Tók ekki boðinu snemma í fyrra um að setja sparnaðinn í sjóð 9 hjá Glitni og er vooooðalega lukkuleg með það í dag. Já, það er svolítið verið að spara á vitlausums stöðum þykir mér, bæði hjá ríki og bæ. Gangi þér vel með ritgerðasmíðar, verkefni og próf:-)

Elísabet Katrín said...

Ég er alveg til í að búa bara á Skriðuklaustri ;) og vera í mat hjá konunni sem sér um hlaðborðin þar...:)
Ég er nú ansi hrædd um að það séu fleiri en leikskólakennarar sem eiga að taka þennan frídag...bara allir bæjarstarfsmenn, stytting grunnskólanna fyrirsjáanleg um 11 daga á ári og skemmtilegheit!