Ég fór á fyrirlestur í dag þar sem Lee Buchheit ræddi um Icesave-samninginn, kosti hans og galla. Þetta var aldeilis prýðilegur fyrirlestur og gott að fá smá innsýn inn í allt þetta flókna mál, beint frá manni sem hefur starfað fyrir okkur íslendinga í samningaviðræðum við UK og NL.
Þetta mál er allt hið versta, og auðvitað vill enginn borga einhverja skuld sem hann hefur ekki stofnað til, en samt sem áður, þá berum við alltaf samfélagslega ábyrgð og skattar okkar fara í að halda uppi samfélagi sem við tökum öll þátt í.
Það er hart tekist á um JÁ eða NEI, á að samþykkja eða fella þessa samninga?
Það sem eftir stendur hjá mér, eftir að hafa hlýtt á fyrirlesturinn í dag og þær spurningar sem fram voru bornar er þetta: Við erum í þeirri aðstöðu að standa frami fyrir tveimur valmöguleikum sem báðir eru slæmir. Veljum við möguleikann á að segja já og borga þá samninga sem teljast vera þeir bestu sem náðst hafa, eða veljum við möguleikann á að segja nei, neitum að borga, förum með málið fyrir dómstóla sem dæma annað hvort okkur í hag eða óhag
.
Ef málið færi fyrir dóm og við myndum vinna málið, þá væri þetta mál úr sögunni og allir glaðir...ekki satt?
Ef það fer fyrir dóm og við töpum málunum, þá þurfum við að setjast við samningaborðið eina ferðina enn, algerlega án þess að hafa neitt til að semja um, og þyrftum að borga á milli 5,5 – 11 milljarða $ á skilyrðum sem við hefðum lítið um að segja.
Svo þegar ég fór að velta þessu fyrir mér, þá er þetta svolítið eins og ef við byggjum við hliðina á mikilli umferðargötu og við þurfum komast yfir. Málið er að umferðin er mjög þung og hröð og engin leið yfir nema að hætta lífi og limum. En til að komast yfir þá getum við byggt brú, en það tekur tíma og kostar okkur talsverða peninga. En ef við förum þessa leið, þá komumst við yfir heilu á höldnu og getum gert allt það sem við viljum eftir það...já og hlaupið yfir brúna að vild ;)
En svo getum við farið þá leið að reyna að hlaupa yfir götuna, kannski sleppum við yfir ósködduð og höfum þá grætt þann tíma og peninga sem hefðu farið i byggingu brúarinnar, en því fylgir því áhætta að ekið verði á okkur og kannski færi það alveg með okkur eða tæki okkur langan tíma að jafna okkur; enn lengri tíma en bygging brúarinnar hefði tekið og með enn meiri kostnaði.
Munurinn á þessum tveimur leiðum er að það er vitað hvert önnur leiðin liggur, en hin liggur á ókunnar slóðir þar sem við vitum ekki hvað tekur við...fallegt skógarrjóður eða botnlaust kviksyndi.
Gleðilegan kosningadag þann 9.apríl
Till next...adios
Thursday, March 31, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Góður pistill hjá þér mín kæra :)
Post a Comment