Saturday, April 30, 2005

Skýjum ofar

Ég skrapp til Reykjavíkur sl.fimmtudag. Sem er í frásögur færandi.
Ekki get ég sagt að ég hafi gaman af því að fljúga...því fer fjarri, en þegar maður þarf að skreppa á námskeið
þá lætur maður sig hafa það.
Svo þegar vinnustaðurinn borgar flug og heilar 2500 kr. í dagpening þá er það ekki spurnign.
Ég hefði að vísu valið betri ferðafélaga en það slapp til.
Ég fór á námskeið í hraðkælingu og hraðfrystingu og varð margs vísari. T.d ef maður frystir matinn sinn í venjulegum frysti á Ítalíu er maður settur í steininn! Eða það sagði amk ítalinn sem var með námskeiðið. Það fór sem betur fer fram á ensku, þar sem ítölsku kunnátta mín er lítil sem engin!
En þetta var sem sagt ansi góð ferð, flugið fínt og svo gaman að horfa niður á skýin og auðvelt að ímynda sér að það sé nú bara ekkert mál að hoppa á milli skýjabólstra!

Svo ég var skýjum ofar...og er það reyndar enn...en það er allt önnur saga.

Verð að stoppa núna og þjóta á tónleika með Árna bró.stórsöngvara :)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Neih! Hún bloggar! Jeij! (Og er skotin í einhverjum...? Þarf greinilega að fara að koma í heimsókn með yfirheyrslugræjurnar.)
Vildi ósssska að ég hefði komist á tónleikana með ofurtenórnum.

Nonni said...

humm...interesting!