Tuesday, April 05, 2005

Klirrumprill

Jamms og kjamms...

Stundum finnst mér alveg kostulegt hvað mér dettur mikið í hug, til að skrifa á blogginu mínu, þegar ég er víðsfjarri tölvu! Eða hef engan tíma til að setjast niður og skrifa.
Datt þetta í hug þegar ég gluggaði í vikutímaritið Andrés Önd.
Það bar nefnilega svo til tíðinda að Andrés nokkur, sem er söguhetjan, langaði svo til að skrifa handrit. En fannst það erfitt og taka langan tíma, því hann var ýmist upptekinn við sjónvarpsgláp eða át. Þá skrapp hann til vinar síns Georgs gírlausa sem einmitt átti til handa honum huxanaskrifara, fyrir hreina tilviljun. Svo hann setur huxanaskrifarann á höfuð sér sem sér um að skrifa niður hugsanir hanns og prennta út.
Það sorglegasta við þetta var að Andrés átti mjög erfitt með að einbeita sér að því að hugsa um eitt í einu svo að þetta gekk ekki vel hjá honum.
En hugmyndin fannst mér góð, þ.e þetta með huxanaskrifarann...þá þyrfti maður ekkert að hafa fyrir þessu og kæmi hugsununum frá sér áður en maður gleymir öllu þessu sniðuga sem maður ætlaði að segja :)
En ég þekki víst engan Georg gírlausa.....

Ég verð líka að bæta því að Andrés Önd er alveg snilldar lesefni og ráðlagður skammtur er eitt blað á viku, gott fyrir sálartetrið.

Talandi um sálartetrið. Mér finnst líka snilld þegar upp eru fundnir þættir sem láta mann líða vel með það sem maður hefur í kring um sig.
Einn slíkur þáttur heitir "allt í drasli" og er í umsjá Heiðars snyrtis og hússtjórnarstýru nokkurrar sem ég man ekki nafnið á.
Ég er nefnilega ein af þeim sem nenni bara alls ekki að vera með tuskuna á lofti á hverjum degi og eins og verða vill (með tvo algera draslara á heimilinu) er stundum mjög óregluleg afstaða til hlutanna hér á heimilinu.
En viti menn, eftir að hafa horft á einn þátt af "Allt í drasli" þá hreinlega glansaði mín íbúð og bar þess vott að hér byggi kona sem tæki til og þrifi hjá sér í amk 3 tíma á dag!

Svona á þetta að vera! Hætta að sýna fullkomnunarþætti eins og "Next Amerikan Topp model" og "The Swan",
Sýna heldur þætti með allt í drasli og þá ekkert að vera að laga til fyrir fólk!
Sýna þætti með ljótu fólki, skrítnu fólki, fólki í basli og s.frv.
Þættirnir gætu heitið eitthvað á þessa leið:

"Ljóti andarunginn "
"Bilaði bíllinn" eða "bölvuð beiglan"
"Flottasta ruslakompan"
"Lægstu launin"
og svona mætti lengi telja...

Þetta er náttúrulega rugl að vera að sýna okkur meðalJónunum þætti sem eru til þess eins fallnir að sýna okkur að við erum bara meðalJónar!

En samt er nauðsinlegt að hafa einn og einn þátt með sætum strákum....byrjaði einn í gærkvöldi LOST og ég er nokkuð viss um að hann heitir LOST af því að það er svo LOSTafullur læknir sem er í aðalhlutverki :)
Ég reikna amk með að hann sé í aðalhlutverki fyrst að hann var ekki étinn eða tættur í sundur í fyrsta þætti, skrámaðist bara aðeins á bakinu við flugslysið...sem bæ ðe vei...flugstjórinn lifði af slysið...þótt nefið af flugvélinni hafð endað langt frá restinni af vélinni...en var svo bara tættur út um gluggann af einhverju sem enginn veit enn hvað er...en er sennilega stórt og getur flogið...eða er rosalega stórt...því restin af flugstjóranum ó-heppna endaði upp í tré! The end...nú bara bíður maður spenntur eftir næsta þætti :)

Verrívell.......búin að rugla nóg í bili

Till next...adios

2 comments:

Nonni said...

"Og svo kom Andrés önd...með hjálparhönd" eins og segir í kvæðinu. Búnir 13 eða 14 þættir af LOST hérna...þrusu spennó.
kv,frá Kbh.

Sigga Lára said...

"Allt í drasli" hefur líka undarleg áhrif á mig. Þegar sá ófögnuður birtist á skjánum helst ég hreinlega ekki við í sófanum, aðallega vegna leiðinlegheita umsjónarmanna þáttarins, og áður en ég veit af er ég komin inn í eitthvað annað herbergi með gúmmíhanska. Eftir hvern þátt á ég eitt hreint herbergi. Soldið sniðugt.