Þar kom að því!
Ótrúlegt en satt, hinn mikli meistari frestanna er búin að panta sér far til Köben :)
Flýg út þann 12.mai kl.7:45 og til baka 16.mai kl.10:40
Ég veit Jón, að þetta finnst þér stutt stopp, en það bara verður að duga núna :)
Og að öðrum merkilegum atburðum í lífi mínu þessa dagana: "ég fór í gær og lét skipta yfir á sumardekkin (sem eru reyndar gömul vetrardekk, en heita núna sumardekk) og ekki nóg með það, heldur lét ég líka skipta um olíu! Mér finnst þetta reyndar svo mikið afrek á einum og sama deginum að ég eigi skilið frí á morgun....og viti menn, ég er í fríi á morgun :) Að vísu vegna þess að það mun vera Uppstigningardagur og þá eiga svona heilagar letikisur eins og ég að vera heima og mala :)
En í dag hlakkar mig mikið til að fara til Köben. Hlakka einnig til þegar það kemur almennilegt sumar (það fór náttúrulega að snjóa eftir hin miklu dekkjaskipti) og er almennt bjartsýn á lífið og tilveruna.
Búin að komast að ýmsu sniðugu um stórfjölskyldu mína sem ég vissi ekki áður, eins og t.d. Þórður bró. skoðar djammið á Akureyri á netinu...hummm (lítið að gera í vinnunni ha!)
Árna bró. þykir vænlegra að Sigga Lára geti veitt uppúr mér leyndarmál en hann...:)
Svo á hann Sverrir litli brói afmæli í dag! Til hamingju með það :)
Annars er ég að velta því fyrir mér að koma bara með ráðskonu með mér frá Danmörku fyrir hann Sverri bónda...ekki veitir honum af hjálpinni við sauðburðinn....góð hugmynd að afmælisgjöf! hehe.
Well...Jón, nú hefur þú viku til að undirbúa komu mína :)
Og vil ég skora á fleiri í leiðinni að drífa sig til Köben og koma með mér á tópnleikana hans Nonna :)
Já og meðan ég man, tónleikarnir sem Árni var að syngja á voru mjög góðir og Árni var að sjálfsögðu lang bestur!
Till next...adios
Wednesday, May 04, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Uððvitað. Uððvitað er hann beztur!
Góða skemmtan í Køben.
Post a Comment