Monday, August 01, 2005

Vigdís Finnbogadóttir...

Ég sá mér til mikillar skelfingar að það eru 25 ár síðan að Vigdís Finnbogadóttir var sett inn í embætti forseta íslands!!!
Það er í sjálfu sér ekki mesta skelfingin, enda var hún aldeilis fínasti forseti....heldur það að ég man þetta eins og gerst hafi í gær!!! hummmkanski ekki í gær, meira svona fyrragær....en það lítur óneitanlega út fyrir að annað hvort man ég langt aftur í bernsku, eða er að verða svona skolli gömul!!! Og gott ef það seinna er ekki nærri lagi !

Ætli það ség ekki að verða komin tími á að maður ákveði hvað maður ætlar sér í lífinu, taka einhvejar drastískar ákvarðanir.
Ég hef nú yfirleitt verið meira svona fyrir að láta hlutina gerast, án þess að hafa bein afskipti af framgangi mála...kanski er komin tími á breytingar!!!

Ég ætla að minsta kosti að hugsa málið...sjá hvað gerist :)

Svo var líka í fréttum að "engar nauðganir hafi verið kærðar um helgina", talandi um að engar fréttir séu góðar fréttir ;) líka samt skrítið að byrta "engar fréttir" í fréttunum.....fer að minna mann á "ekki fréttatímann".;)

Nú hlusta ég bara á "They might be giants" diskinn sem Sverrir var svo góður að brenna fyrir mig :)
Alger snilld :) Þegar ég hugsa um það , þá finnst mér alveg með ólíkindum að þeir séu ekki þekktari en þeir eru!!! Eða eins og einhver snillingur sagði :"menningarsnauða pakk".

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Já! Breyta! Koddu suuuuuðuuuur!