Sunday, April 16, 2006

Gleðikona í háska...

Uhhh...
Nei, ég meina: GLEÐILEGA PÁSKA :)

Þá er páskahátíðin gengin í garð...ótrúlegt að jólin skuli bara rétt búin...hummm
Hér er nú kuldi, rok og kvef, sem eru þrenning sem ég gæti alveg hugsað mér að vera án!

Fór með "litlu" bræðrum mínum í leikhús sl.fimmtud.kv. að sjá Litlu Hryllingsbúðina, og verð ég bara að segja að þessi sýning er alger snilld :)
Væri til í að sjá hana aftur...svona ef það er einhver þarna úti sem vantar "leikhúsfélaga" ;)
Öskraði og klappaði svo mikið í uppklappinu að síðan hef ég verið raddlaus og hálf lasin!

Þá er hann Jón víðförli kominn til landsins, og væntanlegur norður yfir heiðar eftir helgi. Mun þá verða hafist handa við að æfa hið bráðum fræga ör-leikverk: Dagur í lífi Mörthu Ernsdóttur, sem mun verða sýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun mai :)

Að öðru leiti mun vera tíðindarlítið á norðurslóðum...

Till next...adios

No comments: