Monday, April 10, 2006

Brúðkaup

Heil og sæl...

Búin að komast að því að það les enginn bloggið mitt....a.m.k kommentar engin og þar af leiðandi dreg ég þá ályktun að engin lesi það!
Svona eru bara ályktanir dregnar, hvort sem þær reynast svo sannar eða ei.

Fréttir dagsins: (eða frétt laugardagsins) Árni og Sigga Lára giftu sig, eftir að hafa skírt dóttirina Gyðu, sem glöggir lesendur (or not) taka eftir að er EKKI í höfuðið á mér!!!
Svo þá verð ég líka að nefna að hún Steinunn er best :) hún skíðri sko dóttur sína í höfuðið á mér ;) hana Katrínu Söru :)
En þetta var nú útúrdúr...Mest er ég nú hissa á að þau skötu hjú skuli ekki hafa beðið mig um að syngja í brúðkaupinu (hefði þá náttúrlega líka þurft að vita af því) því eins og staðan er í dag þá eru 50% líkur á að hjónabönd endist hjá þeim sem ég syng í brúðkaupinu hjá:) Og verð ég að segja að það eru nú bara ansi góðar líkur ef að líkum lætur ;)
Ef ykkur lesendur góðir (or not) finnst þetta farið að verða of mikið bull hjá mér, þá er það algert bull hjá ykkur að halda það. Það er bara að greina hismið frá kjarnanum og komast að þeirri niðurstöðu að að að að að ...hummm, ekki ætla ég að fara að greina þetta oní ykkur!!!

Það er allaveganna búið að skíra og gifta í þessari fjölskyldu á þessu ári og gott að það eru aðrir sem taka það að sér en ég ;)
Ef einhver greinir sárindi eða kaldhæðni í þessu þá; so be it!

Svo ætla ég að hætta núna áður en ég fera að tala um herinn, fúlar kellingar eða eitthvað sem lengir bloggið mitt úr hófi fram!

Till next...adios

1 comment:

Nonni said...

Þú mátt syngja þegar ég gifti mig. Hvenær sem það nú verður.;)
Allaveganna þá les ég bloggið þitt svo áfram með skemmtilegheitin :)
sjáumst fljótlega mín uppáhalds systir :)
J