Thursday, August 03, 2006

Sjónvarp

Hvernig tókst mér að gleyma því að tala um sjónvarpið mitt nýja hér að neðan???

Ok, svo við byrjum nú á byrjunni:

Eins og flesta, sem lesa þetta bolgg, rekur minni til, þá tók gamla sjónvarpið mitt upp á því að hætta að virka! Það var nú reyndar ekki einu sinni rosalega gamalt...en þetta var nú bara UNITED drasl (eins og fótboltaliðið;).

Og strax á þriðjudaginn sá ég fram á það að við svo búið myndi ég eigi una lengi, og ákvað að gera eitthvað verulega drastíst í málunum.
Ég veit ekki hvað það er, en of ér ég mjög fljót að taka ákvarðanir í svona málum, en er svo kanski hund lengi að ákveða hvað á að vera í matinn!

Ég sem sagt gekk inn í Simens búðina og inn í sjónvarpsdeildina, þar rak mig í rogastans, því mér virtist ekki vera neitt nema flatskjáir þar sem kostuðu flestir VEL yfir 100.000kallinn!
En eftir örlítið ráf á milli tækja, kom ungur en áhugasamur afgreiðsludrengur og bauð fram aðstoð sína.
ÉG þáði hana með þökkum og spurði hann hvort þeir ættu ekki nein svona "venjuleg" sjónvörp?
Jú, jú...hann benti mér fyrst á tvö lítil tæki inni í horni, en þegar ég sagðist vilja svona 28"-29" tæki þá sýndi hann mér eitt PHILIPS tæki, sem mér fannst hæfa mér ágætlega verðlega ;)
Svo ég sagði bara: ég tek það!
Þá þurfti litli guttinn (sko afgreiðslumaðurinn) að hlaupa út á lager til að athuga hvort þeir ættu ekki öruggleg svona tæki.
Og til allra lukku var EITT tæki eftir!

Ég borgaði tækið, og spurði hvort ég kæmi því inn í bílinn hjá mér. Hann taldi svo vera, og sagði mér bara að fara á bakvið með bílinn og strákarnir á lagernum myndu skutla því inn í bíl fyrir mig.

Svo ég fer á bakvið, og hitti þar tvo alveg hreint yndælis menn :) Því að það var ekki viðlit að koma tækinu inn í bílinn minn, og þeir voru svo góðir að bjóðast til að skutla því heim fyrir mig.
Svo komu þeir eftir smá stund, báru tækið inn í stofu og ég spurði hvort þeir vildu ekki eiga gamla tækið...og þeir sögðust alveg geta hent því fyrir mig :)

Nú vantar mig bara einvern til að henda stóra stóra kassanum sem sjónvarpið kom í, í ruslið!

En ég er a.m.k ánægð með þjónustuna í SIEMENS-búðinni og sérstaklega sendlanna :)
og svo er ég líka hæst ánægð með nýja fína sjónvarpið mitt!

Og svona til að toppa bjartsýnina og ánægjuna, þá ætla ég bara líka að vera ánægð að þurfa ekki að druslast um með alla vasa fulla af peningum lengur ;)

Till next...adios

2 comments:

Nonni said...

Já þessir helv. peningar...alltaf eitthvað að þvælast fyrir manni;)

Lifur said...

Segðu