Tuesday, August 29, 2006

Misþyrmingar

Gott kvöld kæru landsmenn, nú er að hefjast þátturinn Bloggað með Betu bullara....
He he , ég hugsa að ég ætti fullt erindi í útvarp, og jafnvel sjónvarp!

Að minnsta kosti jafnmikið erindi og ÍSLENSKUR FÓTBOLTI !!!!!
Hvernig dettur þessum guttum sem öllu ráða hjá RÚV, að sýna undanúrslit í íslenskum fótbolta???
Eini tíminn sem mér tekst að halda mér nokkuð vakandi á kvöldin, milli 20-22, undirlagður af þessum misheppnuðu tuðruspörkurum!

Svo er sýn að fara að sýna "raunveruleikaþátt" íslenska nördinn, um nörda sem gerðir eru að fótboltaspörkurum....
Halló, þessi þáttur er í sjónvarpinu núna! Þ.e.a.s íslenskur fótbolti, er nördabolti...og verður það þangað til að verður farið að gera þetta að alvöru og atvinnumennsku.
Með fullri virðingu fyrir íslenskum fótboltaiðkendum ;)

Leifið mér svo að horfa á kellingaþætti í friði!

Svo er það nú annað...(vá, er ég hætt að gera neitt nema kvarta á þessu bloggi?)....
Auglýsingar!
Mér finnst það lágmarks krafa að fólk sem semur, þýðir eða leikur í auglýsingum bulli ekki út í eitt!
Noti a.m.k málið eins og á að nota það...ég sá nefnilega auglýsingu um daginn, og mig minnir að það hafi veri að auglýsa eitthvað "nýtt" hreinsi-krem, eða hreinsi-gel, eða hreinsi-maska, eða eitthvað hreinsi-dót alla veganna ;)
Og eftir mikið skrúbb og dans (einhverra hluta vegna virðist fólk vera léttara á fæti ef það er hreint í framan) þá segir textalesarinn: " ...FYRIR SLÁANDI HREINA HÚÐ..." !!!
Úfff...maður á bara ekki til orð! SLÁANDI hrein! Halló! Maður getur fengið "sláandi fréttir" en svei mér þá, þá langar mig ekki til að sjá þessa sláandi hreinu húð! Og alls ekki hafa sláandi hreina húð...svo það er nokkuð öruggt að þtta hreinsi-dót nær ekki inn í minn baðskáp!
Verð frekar bara drullu-skítug í framan ;)

En talandi um "útlitsbætandi vörur" hummm...ég ákvað nefnilega einn góðan veðurdag snemma vors í vor, að nú væri kominn tími til að "fullorðnast" og eiga eitthvað af svona ómissandi snyrtivörum.
Svo að í einni af mínum frægu Nettó verslunarferðum, þá tók ég mig til og nærri hreinsaði hillurnar af Nivea-húð og hár línunni.

Það var húðkrem með örlitlu af brúnkumyndandi efnum í, andlitskrem sem ber það skemmtilega nafn "summer beauty" (er það ekkert að virka???), sturtusápa með sérstökum uppbyggjandi efnum í og svo hársápa og næring fyrir litað hár. Hafði reyndar fest kaup á "augnkremi" eins og hommarnir í sjónvarpinu nota, nokkru fyrr en gafst upp á að nota það vegna þess að ef að hrukkurnar minnkuðu eitthvað að ráði (sem ég sá nú reyndaar ekki að hefði gerst) þá söfnuðust þær saman í einhverskonar fituhnúðum sem mér fannst bara talsvert ljótara en að hafa nokkrar hrukkur. Svo þetta var fljótt tekið út af dagskrá.

Ég finn svo sem engan mun á mér...hvorki í þroska né utanáliggjandi fegurð....rassinn hefur t.d ekki lyfst neitt upp á við, og appelsínuhúðin er þarna einhversstaðar ef ég nenni að gá!

Svo ég held að málið sé að sættast við sjálfan sig eins og maður er, og sleppa því að eyða stórfé í kremklessur...
...þá er ég sem sé´hætt við að verða svona "fullorðins"...nenni heldur ekki að klína á mig maskara á hverjum degi....bara svona spari ;)

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Ummitt. Ef maður málar sig dax daglega þá er heldur engin tilbreyting í því. (Þetta hef ég alltaf notað sem afsökun fyrir því að nenna ekki að vakna fyrr en svo að ég komist nokkurn veginn á réttum tíma í vinnuna, með stírurnar í augunum.)