Thursday, August 03, 2006

Ekki verra en ég hélt...

ÉG tók daginn tiltölulega snemma í dag...svona miðað við það að ég átti frí.
Byrjaði á að rölta með Mikael í leikskólann og fór svo heim og fékk mér morgunmat.

Svo byrjaði ég að rökræða við sjálfa mig...á ég að fara með bílinn í skoðun í dag eða ekki, ég vissi að handbremsan var orðin ansi slök, svo ég ákvað eftir dálitlar rökræður, að prufa að hringja á verkstæði sem auglýsir sig þannig að það annist bremsuviðgerðir.
Samtalið fór á þennan hátt:
Ég: (eftir að síminn hafði hringt mjööööög lengi) góðan daginn, eru þið ekki með svona bremsuviðgerðir?
Hann: (starfsmaðurinn) hummmm, ja, það má eginlega segja það.....það getur verið....svona eitthvað....
Ég: Ég var að spá í hvort þið gætuð kíkt á handbremsuna hjá mér, hún er orðin eitthvað léleg.
Hann: hummmm...ja.....hvernig bíll er þetta?
Ég : Renault 19 árg.1990
Hann: hummmm...ja..það getur verið....
Ég: get ég kanski komið með hann í dag?
Hann: hummm...ja..nei, kanski á morgun...
Ég: Hvenær þá á morgun?
Hann: Hummm..kanski svona um 10 leitið
Ég: Er enginn sjens að koma honum að ég dag, ég er nefnilega í fríi og betra fyrir mig ef það er hægt.
Hann: Hummmm....ja, kanski um kl.4
Ég: Ok, flott, viltu taka niður nafnið mitt eða?
Hann: Nei
Ég: á ég bara að mæta?
Hann:
Ég: Ég kem þá bara kl.4 takk fyrir.
Hann:

ÉG er ekki viss um að ég hafi lent á jafn áhugalausum og fráfælandi afgreiðslumanni áður!
En að sumu leiti var þetta ágætt.
Eftir samtalið hugsaði ég með mér að ég ég nennti alveg ómögulega inn á þennan stað, þar sem mér fannst á þessum manni að ég væri að gera þeim mikin óleik með því einu að hringja!

Svo ég tók mig saman í andlitinu og fór og þvoði bílinn! Hélt að það væri kanski vænlegra til árangurs í skoðuninni....

En það kom mér ekkert rosalega á óvart, að þetta undarlega hljóð sem hefur heyrst úr vinstra framhorni bílsins undanfarna mánuði, var ónýtur stýrisendi.
Og þá kom ónýt handbremsa heldur ekkert snarlega á óvart.

Svo nú er ljótur grænn miði á bílnum mínum!
En ég fór á alvöru verkstæði og fékk tíma fyrir djásnið mitt 16. ágúst svo ég ætti að koma honum í gegnum heila skoðun í lok mánaðarins :=)

Sennilega kemur þetta til með að kosta eitthvað...but who cares???

Till next...adios

No comments: