Tuesday, September 05, 2006

Kattar(f)árið

Jammm...það er nefnilega það, nú er kominn köttur í ból bjarnar...eða í sófann minn :)
Ég tók að mér að passa læðu í eitt ár, og þar sem hún hafði lent í einhverjum óregluhögnum fyrir einhverju síðan, þá eru miklar líkur á að hún fjölgi sér á komandi vikum!
En þetta er voða pen, lítil og sæt læða og vona ég bara að einhver atvinnu góðmenni séu þarna úti sem vilja taka að sér litla kettlinga :)
Er farin að taka niður pantanir......hehe

Það var aðalfundur hjá Freyvangsleikhúsinu sl. laugardagskvöld, fór þessi fundur alveg sérstaklega vel fram, þar sem ég og Sverrir bró og Iggó ekki bró vorum kosin til áframhaldandi stjórnarsetu.
Einnig var varastjórnin kosin áfram óbreytt...

Svo nú eru spennandi tímar framundan í leikhúsinu, Kardemommubærinn verður sýndur tvær helgar í október, Kabarett (í öruggri stjórn minni...hehehe) verður sennilega í byrjun nóvember og svo farið af stað með leikrit eftir áramót.

Vil nota tækifærið og hvetja alla áhugasama að vera með :)

Muna svo að kjósa Magna í kvöld....;)

Till next...adios

No comments: