Saturday, September 16, 2006

Gullkorn

Gullkorn dagsins:
" Í gamladaga voru bara til ömmur"

Þetta gullkorn var í boði Mikaels Huga ;)

Afskaplega er maður samt latur við að skrifa niður svona gullkorn, sem bókstaflega falla úr munni hans á hverjum degi, og oft mörg á dag...

Í sumar þegar við vorum á leiðinni til Egilsstaða, og vorum að keyra yfir Víkurskarðið, þá sá hann nokkrar kindur þar á beit í þoku og rigningu. Þá varð honum að orði:
"Mamma, rosalega eru kindurnar heppnar að vera í svona ullarpeysum".

Annars er frekar tíðindalítið af þessu heimili, svona af afstöðnum göngum og réttum (sem eru náttúrulega efni í annan og miklu lengri pistil)...
mér hefur ekki ennþá tekist að týna kattarræflinum sem ég er að passa (úps...sennilega á eigandinn eftir að lesa þetta...) henni líkar sennilega bara ekkert rosalega illa að ver hér.
Mér finnst einna verst hvað strákarnir rífast mikið um hana! Vilja helst halda á henni báðir í einu! En nei...ég ætla samt ekki að halda eftir 2 kettlingum handa þeim eftir að hún gýtur!!!
Svo ennþá auglýsi ég eftir tilvonandi kattareigendum :)

Spaugstofan er víst byrjuð...

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Við eigum við andstætt vandamál að stríða... við erum alltaf að finna kött sem kemur okkur ekkert við. Erum búin að fara með hann einu sinni í Kattholt og frétta að líklega býr þessi handónýti eigandi hans hér nálægt. Ef hann kemur aftur ætlum við að stela honum. (Kettinu, ekki eigandanum.)