Thursday, August 20, 2009

Af skólamálum og öðrum málum ;)

Nú eru skólarnir að bresta á einn af öðrum.
Ég fór með Kristjáni í morgun að sækja stundarskrána í VMA, svo byrjar skólinn hjá honum í fyrramálið...mig hlakkar ekkert sérstaklega til að koma drengnum á fætur fyrir klukkan 8 í fyrsta sinn í tæpan mánuð ;) en það hlýtur að hafast :)
Svo fer ég með Mikael í viðtal í Brekkuskóla á miðvikudaginn í næstu viku og svo byrjar skólinn hjá honum á fimmtud. Svei mér þá ef það verður ekki bara gaman að koma rútínu á liðið á ný...já og mig líka ;) úff...þetta að "sofa eins lengi og ég nenni" er ekki alveg að gera sig til lengdar ;) Annars byrjar HA 2.september svo ég fæ örlítið frí fyrir mig ;)

Reyndar hefur nú bjargað miklu að hafa þurft að drífa Mikael á fótboltaæfingar flesta morgna...en það er líka búið eftir þessa viku. Svo vona ég bara að hann haldi áfram í boltanum í vetur...hann er reyndar líka að spá í fimleika, bretti og körfubolta ;)

Íþróttalöngun þeirra bræðra er afskaplega misskipt ;)

Annar var ég að koma úr ræktinni rétt í þessu, fór með Ellu gellu sem kann allar réttu æfingarnar...ég er búin að uppgötva vöðva sem ég vissi ekki að væru til ;) hehe...en reyndar er bara rosalega gott og hressandi að púla svona annað slagið :)

Svo var viðtal við mig í Morgunblaðinu í dag ;) af því að ég er brjáluð (ok, kanski ekki brjáluð, en pínu ósátt) út í LÍN, en þeir vilja ekki lána mér nema 80% námslán í vetur...vegna þess að ég tók sumarlán í sumar...og það kom aldrei fram að sumarlánin skertu vetrarlánin...og þetta er allt í fokki hjá þeim.
Greinilega eru skilaboðin þau að fólk eigi frekar að hanga atvinnulaust og þiggja bætur, heldur en að nota tímann og læra og fá þá námslán! Og það er ekki eins og maður sé að betla út einhvern styrk, heldur þarf maður að borga hverja krónu til baka með vöxtum...
En þetta er a.m.k að vekja einhverja athygli, því að ég verð svo einnig í smá viðtalið í svæðisútvarpinu í dag ;)

Svo ég sé fram á meiri útgjöld í vetur en áður, vegna framhaldsskólagöngu Kristjáns, og mun lægri tekjum...vei vei...aldeilis að mann getur farið að hlakka til ;)

En ef einhver veit um litla vinnu handa mér sem er afar vel borguð ;) þá má endilega hafa samband ;) ég get allt og kann allt...og er þar að auki hógværðin uppmáluð :)

Well...best að reyna að gera eitthvað að viti...er að græja herbergi fyrir Mikael, skrifborð og stól og svona fyrir skólann...og eins gott að ég er komin langt í háskólanáminu, því ég held að það þurfi háskólgráðu til að geta sett saman þennan skrifborðsstól ;)
Já og svo langar mig endilega í smá sól núna takk :)

Till next...adios

3 comments:

Sigga Lára said...

Útvarpsþáttagerð. Fáðu hugmynd að einhverju menningarlegu með tónlist, til dæmis leikfélaga- eða námstengt, sendu rás 1 hugmynd að þáttaröð sem þú getur sett saman í stúdjóinu á Akureyri og úti í bæ, og þar er komið skemmtilegt aukaverkefni, sem þú getur örugglega fengið einingar fyrir líka, og kannski nokkra þrjátíuþúsundkalla.

Sóley said...

Þetta er frábær hugmynd hjá Siggu Láru!

Þú stendur þig vel í að koma þessari gagnrýni á LÍN á framfæri. Áfram þú!!

Elísabet Katrín said...

Takk kærlega fyrir báðar tvær :)