Saturday, August 29, 2009

Leika...sér ;)

Já, þá er það komið á hreint, búin að fá hlutverk í Memento Mori og bara ánægð með það hlutverk, það eru spennandi tímar framundan ;)
En planið er sem sagt að byrja æfingar 31.ágúst og frumsýna fyrstu helgina í október. Það verða takmarkaðar sýningar, því það þarf að fara að æfa og sýna kabarett á eftir þessari sýningu, svo nú verða allir að vera fljótir til og panta sér miða þegar miðasala hefst :)

Karakterinn minn er ódauðleg kona sem er að gera upp ástarmál sín í gegnum aldirnar...og eðli málsins samkvæmt eru þau þó nokkur ;)
Annars held ég að það sé hiklaust hægt að mæla með þessari sýningu, hún er bæði dramatísk á köflum og einnig bráð fyndin...en best að segja ekki of mikið...hlakka til að sjá ykkur öll í Freyvangsleikhúsinu :)
Og þar sem það eru víst að nálgast 10 ár síðan ég lék síðast í leikriti í Freyvangi, þá er ekki laust við að ég sé þegar orðin afar spennt og nett stressuð....skyldi maður geta þetta ennþá? ;)

Ég fór í draugagöngu í gærkveld, Kristján harðneitaði að fara með, en Mikael var mun kjarkaðri...reyndar var hann orðinn frekar skelkaður þegar við vorum að koma á svæðið...bara af tilhugsuninni einni saman ;) En svo þegar þetta byrjaði allt saman, þá fannst honum þetta bara fyndið og skemmtilegt...held að það hafi orðið dálítið spennufall hjá honum þegar hann sá að þetta var ekkert svo hræðilegt ;)
Ég varð reyndar pínu svekkt...var að vonast eftir því að verða hrædd og fá að öskra svolítið...agalega gott fyrir sálina að öskra stundum ógurlega...en það getur maður víst ekki gert hvar sem er, a.m.k ekki án þess að þykja í besta falli stór skrítinn ;)
Nú hlakka ég bara til að fara í göngur og geta öskrað þar og gargað...og ég verð þá ekkert endilega að góla á kindurnar, þótt að þær haldi það alltaf og hlaupi heim á leið ;)

Ég fór annars í ÁTAK í gær, en þar er opið hús þessa dagana, það var alveg fínt...er samt hrædd um að þar sé oftast of mikið af fólki fyrir minn smekk...en þar sem ég vil helst hafa einka stöð fyrir mig og örfáa útvalda, þá hugsa ég að ég haldi mig bara við Vaxtarræktina ;)

Læt þetta duga í bili...verð að reyna að eiga eitthvað eftir til að skrifa, ef ég þykist ætla að halda áfram að blogga...fyrst mér tókst að halda því áfram eftir ágætis sumarfrí ;)

Till next...adios

2 comments:

Eva Rut said...

Kvitti kvitt..... Hlakka til að sjá þig í Freyvangi;)

Hanna Stefánsd said...

Það er ekki spurning að maður kíkir á þig í Freyvangi.