Tuesday, August 11, 2009

Loksins...

Það kom að því að ég blogga smá ;)
Ég eginlega lofaði sjálfri mér að blogga þegar ég tengdis umheiminum á ný eftir netleysi undanfarna daga, tja eða viku!

Þetta hófst allt saman einn fagran dag í júlí...hehe...eða svona, netvandræði mín þar að segja. Fékk hringingu seint um kvöld, þar sem tungulipur maður gerði mér tilboð sem ég gat ekki hafnað (ekkert skrítið þótt maður sé alltaf að koma sér í einhver vandræði;)..."sér tilboð bara fyrir Akureyringa og aðeins í kvöld" og ef ég færi með allt mitt hafurtaks, net, síma og gsm, yfir til Tal þá væri ég að spara ógurlegar upphæðir. Ef ég hefði haft tíma til að hugsa þetta örlítið lengur, þá hefði ég eflaust sagt nei, þá hefði ég líka kanski fattað að sparnaðurinn lægi sennilega í því að ég hefði bara ekkert net...
En ég sagði já, og stuttu seinna hófust vandræðin, ég var aftengd og ekki tengd, og svo smá tengd og svo ekkert tengd og þegar upp var staðið þá var ég netlaus í heila 7 daga! En ég endaði líka á því að gefa skít í Tal og fara yfir til Símans ;) og í stað þess að spara, þá jók ég bara umsvif mín og pantaði mér líka Sjónvarp Símans í gegnum netið..., en það er örugglega eitthvað sem maður getur ekki verið án ;)

Svo í stað þess að spara, þá bara eyði ég aðeins meiru, en er þá NETTENGD og ánægð ;)
Ég var svo sem alveg ánægð fyrir, það eina sem ég var ekki ánægð með var netleysið, sem ég var að nefna...

Sumarskólinn skemmtilegi er alveg að verða búinn...bara eftir að setjast niður og taka eitt próf...svo eftir helgi þá verð ég sem sagt komin í rúmlega tveggja vikna sumarfrí :) BARA FRÁBÆRT ;)

Er búin að reyna að fara annað slagið út að skokka, sem hefur gengið ágætlega...fyrir utan eitt fall, en það grær áður en ég gifti mig ;)
Svo fór ég í ræktina í gær, undir strangri leiðsögn Ellu gellu, og í dag get ég nánast ekki gegnið fyrir strengjum ;) en það er líka bara frábært :) hehe...stefni á skokk á morgun, eftir dekur í lit, plokk og andlitsbað...næs næs næs...

Versló var líka snilld hér á Ak...fór út að skemmta mér með frábæru fólki bæði á föstudagskvöldi og sunnudagskvöldnu...algerlega óvænt á sunnud. en mikið afskaplega var það nú gaman :)
Ég er farin að halda að það sé alltaf skemmtilegast þegar "djömmin" koma á óvart og eru algerlega óskipulögð ;)
En hitt er líka gaman ;)

Jæja...ætla að hætta í bili...vona að ég verði pínulítið duglegri að henda hér inn nokkrum orðum ;)
Knús á ykkur öll sem ennþá nennið að kíkja hér inn :)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Gaman að sjá lífsmark hérna megin líka! Snjáldurskinna tekur ekki alveg allan tímann :-)
Kv. Eygló