Já, þessa dagana snýst bara allt og þá meina ég ALLT um skólann. Endalaus verkefnavinna, lestur, fyrirlestrar og ritgerðarvinna...og sér bara ekkert fyrir endann á því fyrr en í lok annarinnar...
Ég ásamt þremur öðrum skvísum, vorum með fyrirlestur um Tímann (já hið yndislega blað Framsóknarflokksins, en það er því miður ekki lengur gefið út...snökt snökt) í síðustu viku, og það tók bara hellings tíma að undirbúa það. En auðvitað var þetta klikk flottur fyrirlestur hjá okkur ;)
Svo byrjaði strax (og var reyndar byrjaður) undirbúningur undir næsta fyrirlestur, sem ég var með í dag, ásamt Ellu gellu. Þar var gerólíkur fyrirlestur á ferðinni, eða um Rousseau og eitt af verkum hans. Mikið hafði nú Rousseau kallin margt skynsamlegt til málanna að leggja, þótt hann endaði svoldið klikkaður...kannski varð hann einmitt bara klikk út af græðgi og vægðarleysi fólks, en honum fannst eignarhald af hinu illa og aðeins leiða til slæmra hluta...eins og er að sýna sig aftur og aftur og aftur...þeir sem eiga peninga, eignir og hafa völd, eru endalaust að traðka á hinum. En auðvitað rúlluðum við Ella þessum fyrirlestri upp, án teljandi taugaáfalls ;)en það tók líka laaaaaaangan tíma að lesa, pæla og koma þessu saman...
Í dag er LETIDAGUR...eða þar að segja eftir að ég kom heim úr skólanum...var alveg harð ákveðin í því að læra ekki neitt eftir allt fyrirlestrarbröltið :)
En á morgun reynir maður að grynnka eitthvað á þeim verkefnum sem hafa setið á hakanum...af nógu er að taka...svo eru "bara" eftir 4 ritgerðir plús verkefnasúpa ;)
Núna á föstudaginn, 23.október kl.20:30 er lokasýning á Memento Mori...svo nú er síðasti séns að drífa sig í leikhús og horfa á þetta snilldarverk, sem vekur upp spurningar um mannlega hegðun, tilfinngar, gleði og sorg...allur pakkinn á 1500 kr. það gerist ekki betra en það ;)
Svo styttist í að ég eigi afmæli...og ég er mikið að spá í að hafa bara "opið hús" þar sem allir gætu kíkt við sem vilja þekkja mig :) Þetta er planað 14. nóvember...svo takið frá daginn, en nánari upplýsingar verða settar á facebook þegar nær dregur...já og kannski bara hingað inn líka ef ég man ;)
Jæja, ekki gengur að skrifa bara og skrifa hér, fyrst ég ákvað að vera löt og læra ekkert núna seinnipartinn ;) reyndar vorum við litla fjölskyldan frekar þreytt og tókum smá síðdegisblund...sjaldan verið jafn rólegt í kotinu ;)
Svo komst ég að því að ég er ekki lengur ein fullorðin á heimilinu...það var nefnilega hringt frá Gallup áðan og spurt eftir Kristjáni Esra! Ef það er ekki skýrt merki um að fullorðinsárum sé náð, þá veit ég ekki hvað ;)...smá högg bara ;)
Till next...adios
Wednesday, October 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment