Tuesday, November 17, 2009
40
Allt er fertugum fært, segir einhversstaðar, og ég vona bara að svo sé ;)
Ég átti nefnilega afmæli í gær og þótt ótrúlegt megi virðast þá var ég bara að detta í fertugt...ég á sennilega aðeins eftir að venjast þessari tugabreytingu, en so far so good ;)
Að tilefni þessa merka áfanga, þá hélt ég partý á laugardagskvöldið...það kom fullt af frábæru fólki og bara gaman! Eins og í öllum alvöru partýum þá kom löggan en það var bara gaman, þeir voru hressir og sætir ;)
Svo að afmælisdagurinn sjáflur, 15.nóvember var afar rólegur ;) enda vissara að taka því rólega komin á þennan aldur ;)
Svo ég vil bara nota tækifærið og þakka öllum fyrir góðar gjafir og góðar kveðjur :) þið eruð aldeilis frábær :)
Annars er ennþá fullllllt að gera í skólanum, og verður út þennan mánuð, en reyndar er ekkert svo mikið að verða eftir af þessum mánuði, svo nú er bara að bretta upp ermarnar og klára dæmið ;)
Jæja, best að reyna að skrifa bara pínu oftar hér inn, en hætta að bulla í bili ;)
Er ég ekki annars alltaf að tala um að skrifa oftar hérna ;) hehe...eitthvað minna um efndir ;=)
Take care :)
Till next...adios
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já þú skákaðir Evupartýunum!!!! Það kom aldrei lögga í þau!!!! Enda hef ég ævinlega átt alveg einstaklega geðgóða nágranna;)
Like a 20s. Wishable! :) :) :) :) :)
High level desirability, ranked 10/10.
Txs, Zo.
Post a Comment