Thursday, October 08, 2009

hummm...

Nú ætlar ríkið að spara, sem kom svo sem ekki á óvart, en manni finnst helv...hart þegar verið er að taka afar lágar upphæðir af félagasamtökum, upphæðir sem skipta ríkið ekki miklu máli, en viðkomandi félög öllu máli.

Þarna er ég t.d að tala um styrki til áhugaleikfélaga, sem eru ekki háir, en hafa hingað til dugað svona eins og fyrir hálfum leikstjóra...já og leikfélögin notað miðasölu til að borga hinn helminginn...lítið gagn af hálfum leikstjóra ;)
Menningarlega séð, og þá sérstaklega fyrir fámennari sveitafélög og dreifðar byggðir landsins, þá er þetta stór slys!

Það eru ótal margir sem hafa notið góðs af starfi áhugaleikfélaga, bæði sem þátttakendur og einnig sem áhorfendur...bjargað geðheilsu fólks, sinnt félags- og sköpunarþörfum þess, svo fátt eitt sé nefnt.
Já og svo eru ótal önnur félög sem vinna góð og þörf störf, sem verða fyrir niðurskurði sem hamlar eða setur starfsemi þeirra í mikla hættu.

Ég er bara afar leið yfir þessu öllu...já og fyrst að ég er byrjuð þá er ég einnig leið yfir óréttlæti og mannvonsku, stríði og hörmungum, hroka of yfirgangi, spillingu og valdagræðgi.

Hvar í ósköpunum gleymdum við að hugsa um hvort annað, án þess að ætlast til einhvers í staðin?
Hvenær fór mannskepnan að tapa virðingu fyrir sjálfri sér, misnota, pynta og drepa?
Hvenær fór eigingirni og fyrirlitning á umhverfinu að verða að sjálfsögðum hlut?

Það er margt sem ég ekki skil...og það bara eykst með árunum.
Ég ætla að láta þetta duga í bili af neikvæðum hlutum og hugsunum...en þrátt fyrir að vilja alltaf sjá það jákvæða, þá er manni hollt að hugsa stundum um það neikvæða í tilverunni og hvernig við viljum hafa hlutina.

Annars er lífið dásamlegt :)
Knús á ykkur öll :)

Till next...adios

No comments: