Tuesday, December 01, 2009

Ritgerðir

Já, þegar maður ætti að vera að skrifa ritgerð, þá er mun meira freistandi að skrifa bara blogg í staðin ;) En það er ein af mínum mörgu snilligáfum að ýta stöðugt á undan mér því sem ég á að gera...er alltaf á síðustu stundu og dunda mér frekar við ekki neitt heldur en gera það sem ég ætti að vera að gera; skrifa ritgerð ;)
Annars tókst mér að klára eina í dag og sendi hana yfir í alnetið áðan, svo er bara að vona það besta. Svo núna á ég bara eftir að skrifa eina ritgerð...en hana þar ég samt að skrifa á morgun ;)en það er svona að vera ekki lögnu búin að því sem maður gat löngu verið búin með ;)

Svo er ég næstum búin að liggja í rúminu síðan á afmælinu mínu...endalaust flensuves...kannski ekki búin að vera nógu dugleg að liggja í rúminu og þess vegna búin að vera hálf-drusluleg í tvær vikur...hummm...en vona að þetta fari nú að lagast allt saman. Veit ekki hvort þetta er aldurinn eða bara tilviljun ;)

Svo núna planar maður að gera heilan helling í jólafríinu, sem er alveg að bresta á, eins og að mála bæði bað og eldhús, þrífa og tjilla :) Nenni samt ekki að missa mig í einhverju 12 sortum og rugli...baka bara með honum Kristjáni bakara ;) lukkast alltaf vel kökurnar hjá honum...eða reyni að halda kökuáti í lágmarki og taka ræktina með stæl í desember, það er sennilega eina vitið :)

Jæja, best að fara að sofa og safna orku fyrir ritgerðarskrif morgundagsins ;)
Knús á ykkur öll frábæra fallega fólk :)

Till next...adios

2 comments:

evarut said...

kvitti kvitt;)

evarut said...

kvitti kvitt;)