Wednesday, December 30, 2009

Áramót 2009-2010

Sælt veri fólkið :)

Já ég vona sko sannarlega að allir séu sælir og glaðir eftir jólin, já og að árið hafi verið sem best. Ég var að velta fyrir mér að skrifa svona annál, fyrir árið sem er að líða, hvað hefur gerst merkilegt og hvað ég hef gert merkilegt...en þegar ég fór að hugsa meira um það, þá datt mér rosalega lítið í hug!

Ég var náttúrulega í skóla nánast allt árið...tók sumarnám, sem reyndist svo talsvert mikið minna gáfulegt en stóð til. Ég fór til Reykjavíkur 1 sinni á árinu, í febrúar og ég fór 1 sinni til Egilsstaða, í júlí. (Ferðalög ekkert alveg að fara með mig).

Mikael Hugi æfði fótbolta í sumar og ég fór með hann á eitt fótboltamót á Ólafsfirði og annað á Árskógsströnd. Kristján var í unglingavinnu og vann á Minjasafninu á Ak.já og byrjaði svo í VMA nú í haust! Orðinn stór strákur ;)
Svo eins og sést hefur þetta ár liðið tiltölulega átakalaust, en einnig verið afar skemmtilegt, uppfullt af skemmtilegu fólki og góðum stundum með góðum vinum :)

Sumarið var ljúft, byrjaði með hita og sól, sem leiddi af sér margar sundlaugarferðir og heitupottasólbaðsstundir ;)

Já og svo var ég með í haustverkefni Freyvangsleikhússins, en þá var sett um Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Það var klikk gaman að taka þátt í því :)

Það hefur svo sem alveg verið nóg að gera hjá manni, þótt maður hafi ekki verið að flengjast út um allar trissur :)

Það sem situr eftir í huga mér, þegar ég lít til baka, þá er það allt það góða fólk sem er í kringum mig :) Bæði fjölskylda og vinir, mér finnst ég endalaust heppin að þekkja svona mikið af yndislegu fólki :)
Svo ég vil enda þessar hugleiðingar mínar á því að þakka öllum liðið ár og vona að hið nýja verði ykkur öllum uppfullt af gleði og hamingju :)
Knús á ykkur öll!

Till next...adios

No comments: