Það er best að reyna að hita upp „pikk puttana“ fyrir komandi ritgerðarvinnu og tjá sig hér um siðfræðileg álitaefni. Það sem ég ætla að fjalla örlítið um núna, er málið sem á að fara í umræðu (eða er búið að samþykkja drög að ble ble ble) á hinu háa Alþingi og von einhverra að það náist í gegn. En svona til að vera aðeins skýrari, þá ætla ég að fjalla um staðgöngumæðrun.
Jebb, þannig er það nú að lífið er hverfult og ekki allir sem fá allt sem þeir þrá.
En hvað eigum við að ganga langt í því að sumir fá það sem þeir þrá...því það er með þetta eins og allt annað, þetta kostar pening og ekki eiga allir peninga.
Í fyrsta lagi, þá held ég að það þurfi að taka umræðu um staðgöngumæðrun í samfélaginu áður en misgáfulega Alþingið okkar fjallar um svona viðkvæm mál, og þar sem að siðferði hefur ekki alltaf verið haft að leiðarljósi við afgreiðslu mála að undanförnu, þá tel ég algerlega þarft að hafa smá áhyggjur af gangi mála.
Í öðru lagi, hvað felur staðgöngumæðrun í sér? Hverjir eiga hlut að máli? Hverja snertir þetta bæði beint og óbeint? Hver er réttur allra sem að málum koma? Hvaða ábyrgð bera þeir sem koma að málinu, siðferðislega og lagalega?
Það er mikið talað um mannréttindi (réttindi til að eiga barn) já og réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þau réttindi eru t.d notuð til að réttlæta fóstureyðingar; ekki er hægt að neyða konu til að ganga með barn sem hún vill ekki. En hvað er staðgöngumæðrun? Það er klárlega ekki verið að neyða konu til að ganga með barn sem hún vill ekki eiga...eða hvað? Hvað kallast það, þegar konu er borgað fyrir að ganga með barn? Hún er kannski ekki neydd til þess...eða hvað? Jú kannski rekur fjárhagsleg neyð hana út í það, svipað og vændi. Já...úps, þarna kannski fór ég aðeins og langt, að líkja staðgöngumæðrun við vændi...en er ekki í báðum tilvikum verið að selja aðgang/afnot að líkama kvenna?
Svo ég vaði úr einu í annað, þá vilja konur réttlæti og konur vilja standa jafnfætis karlmönnum, í þessu máli gera þær það klárlega ekki að þeirri augljósu ástæðu að karlmenn geta ekki gengið með börn.
En svona til gamans og kannski beint að karlkyns-lesendum þessa pistils (ef einhver les þetta á annað borð) þá getum við sett upp eitt lítið dæmi: Indverskur karlmaður, faðir tveggja barna (konan stakk hann af með hvítum auðjöfri), er atvinnulaus og peningalaus. Einn daginn er komið til hans og honum boðnir tveir valkostir.
Fyrri valkostur: honum eru boðnar 5 milljónir fyrir að vera tengdur við nýrnarbilaðan fyrirbura, sem á von á nýju nýra eftir 9 mánuði og þá einnig taka nýjir foreldrar við þessu barni. En eina von þessa barns til að lifa er það að einhver taki þetta að sér. Segjum sem svo að ef Indverjinn okkar tekur það að sér, þá þarf hann að liggja fyrir í nánast allan tímann, en getur þó farið aðeins um en alltaf er litla barnið teng við hann með slöngum. Barnið er allan tímann í hitakassa og til að indverjinn myndi sem minnst tengsl þá sér hann ekki í gegnum kassann, en sér þó útlínur barnsins og bæði sér og skynjar hreyfingar þess og hann getur talað til þess, þótt það heyri ekki í honum.
Seinni valkostur: honum eru boðnar 5 milljónir fyrir að selja blíðu sína 20 forríkum konum. (fer ekki út í nánari útlistanir á því).
Hvor kosturinn er nú vænlegri? Hvor kosturinn gæti hugsanlega leitt til þess að tilfinningatengs myndu verða til staðar? Eru báðir kostirnir jafn siðlegir?
Svo er eitt, allt annað kannski, en það er rétturinn til að eignast barn, er hann skýlaus réttur okkar? Eiga þau öll þau börn sem eru munaðarlaus og allslaus úti í hinum stóra heimi ekki frekar rétt á því að eignast foreldri?
Af hverju er ekki leitað leiða til að flýta fyrir og jafnvel gera ódýrara fyrir fólk að ættleiða börn?
Á hverjum degi deyja börn úr hungri og sjúkdómum.
Börn sem hafa fæðst til þess eins að deyja, vegna þess að forríku þjóðirnar eru of uppteknar við að leika guð. Við erum of upptekin við að stjórna hver fær að kveikja nýtt líf og ákveða hverjir fá að njóta þess.
Já og svo er þessi sér íslenska krafa um að allir verði að eignast börn, og helst ekki seinna en strax! Hvaðan kemur hún? Svo þegar fólk lætur undan þrýstingi og eignast barn, þá VERÐUR það að eignast annað...já og annað...og svo kannski bara skilur það, því það kikknaði undan kröfum samfélagsins sem enginn veit hver setti en allir verða að fara eftir.
Nú tek ég skýrt fram að börn eru alveg dásamleg, en þau eru ekki eitthvað sem við eigum heimtingu á, eða eigum að heimta að aðrir eignist, og ekki heimta að aðrir eignist fyrir okkur.
Hættum að dæma aðra, hættum að vera með nefið ofaní annarra manna málum (sumir geta ekki eignast börn, aðrir hafa engan áhuga á því), já og svona til að enda þennan langa og út um víðan völl pistil, þá skulum við taka „staðgöngumæðrunarmálið“ út af borðinu, á Alþingi í það minnsta. Við skulm í það minnsta velta fyrir okkur þeim ótal hlutum sem þetta getur leitt af sér, þetta getur valdið jafn mikilli sorg og gleði ef ekki gengur allt að óskum.
Ræðum málin að vel íhugðu máli, af skynsemi og með rökum, við skulum ekki missa okkur í slegggjudóma og heimtufrekju.
Eigum við ekki frekar að reyna að HÆKKA siðferðisstuðul okkar frekar en lækka?
Till next...adios
Monday, February 06, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment