Thursday, November 18, 2004

Nú er það svart maður...

...allt orðið hvítt!
Og jafnvel örlítið meira en bara hvítt!
Hér er allt að fara á kaf.

Fyndin fréttakona hjá Bylgjunni sagði í morgun:"Það snjóaði aðeins á Akureyri í nótt, en ekki nægjanlega mikið til að hægt sé að opna skíðalyftur í Hlíðarfjalli". !!!

Svona fólk er bara ekki í lagi!

Það er eins og það sé eitthvað "möst" að hægt sé að opna í fjallinu, alveg slétt sama er mér!
Auðvitað aukast tekjur bæjarins ef allt fyllist af trítilóðum snjórennurum. En eitthvað kostar líka að moka og moka götur bæjarins.

Svo þarf maður að druslast til að skafa og moka upp bílinn á morgnana. Og tillitslaus lýðurinn æðir áfram sem aldrei fyrr og er slétt sama þótt "bjargarlaus" kona sitji föst í skafli eða spóli og spóli í hálkunni...Nei það er sko frekar ruðst framfyrir, heldur en að bíða augnablik, svo maður þurfi ekki að stoppa á mjög svo óheppilegu augnabliki.

Annars ætla ég ekkert (eða lítið) að láta snjóinn fara í taugarnar á mér í vetur.
Ég veit að það verður nóg af honum svo ég nenni ekki að vera pirruð í allan vetur.

Er samt viss um að bærinn gæti sparað hellings pening, ef hann leggði bara af þetta skíðalands vesen. Selja bara troðarana og lyfturnar. Staffið getur fengið vinnu við kennslu, (kennarar hvort sem er farnir að vinna við "uppistand"). Og ef fólk þarf endilega að vera eitthvað að þvæla þetta á tunnustöfunum, getur það bara skellt þeim á axlirnar og arkað upp brekkurna!
Tvöföld útrás.

Læt ég nú þessum skíðasnjóapistli lokið...góðar (snjó-)stundir:)

Till next...adios

No comments: