Saturday, November 06, 2004

Stundarbrjálæðið....

Ofboðslega er nú að verða langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast.
Hummm reyni að bæta úr því hér með...

Ég fékk eitthvað eyðslu-kast í dag!
Fór fyrst í BT og ætlaði að kaupa nýtt víedó (það gamla át síðustu spólu, og frussaði henni út í tætlum!) en í þessari "Brjálæðislegu Tækjabúð" var aðeins eitt vídeó á boðstólnum!
Eitt vídeó?! Eru allir hættir að kaupa vídeótæki???
Manninum í búðinni fannst það nú bara alveg í góðu lagi, það kostaði 14.900kr. Sem mér fannst of mikið fyrir svona einnota tæki.
Annars bauð hann mér sambyggt vídeó og DVD sem kostaði 37.000 og eitthvað... en fannst samt ekki taka því að standa upp og sinna mér neitt.
Hann sat þarna eins og límdur við skrifstofustólinn sinn og snéri sér í hringi eins og lítill krakki.
Fannst ég greinilega ekki þessleg að ég myndi kaupa neitt.

Þá kom hann Kristján minn hoppandi með Scooby Doo 2 DVD diskinn og krafðist þess að hann yrði keyptur.
Ég var nú svo sem búin að lofa því að kaupa hann þegar hann kæmi út (lofaði því í verkfallinu langa, orðin hálf rænulaus af verkfallssyndrome).
Svo er ég að reyna að gera ekki mikið upp á milli strákanna, svo ég keypti "Stjúart litla" á einhverju glæpsamlegu tilboði 990kr.

Svo arkaði ég með diskana að afgreiðsluborðinu, og þar var nú annað upp á teningunum, enda allt annar afgreiðslumaður á ferðinni.
Það var bara "þakka þér fyrir", "gerðu svo vel" og þakka þér kærlega fyrir" í öðru hverju orði!
Ég hélt að hann myndi jafnvel bjóðast til að halda á pokanum (með diskunum 2) út í bíl fyrir mig....en það slapp til :)

Jæja, og áfram hélt ég með eyðsluglampann í augunum....eitthvað yrði að gera til að auka "flæðið" á kortinu mínu fína.
Datt í hug að fara í BÍKÓ og athuga hvort þeir ættu fleiri en eitt vídeótæki, en viti menn, eitthvað hafði greinilega fréttst af þessum ferðum mínum svo þeir skelltu bara niður grindarhliði all vígalegu rétt við nefið á mér og sögðu að þeir væru að loka!
HUH, ég var nærri búin að garga á þá í gegnum víggirðinguna að ég hafi nú ætlað að eyða stórfé þarna hjá þeim. En hætti við. Of kurteis og vel upp alin.
Gekk bara í burt og fór að hugsa hvaða búðir væru opnar lengur en til 2 á laugardögum....
Ákvað samt að fara í Nettó, þar sem það var í leiðinni...
Keypti þar tvo diska. PATIENCE með krúttinu mínu honum Gogga Mikaels, og syngur hann fyrir mig í þessum skrifuðu orðum.
Hann Kristján minn fann þarna "nýja" diskinn með Ýrafár á aðeins 990kr. sem ég var svo sem einhverntíman búin að lofa að kaupa fyrir hann......
Og þó ég hafi ekki keypt "neitt" þá náði ég að eyða þarna rúmum 6.000 kr. DUGLEG :)

Þegar þessu var lokið, vildi Kristján komast heim að horfa á DVD diskinn sinn nýja, svo það varð sátt um það, að vídótækjakaupunum yrði slegið á frest, og í staðin farið í dýrabúðina að kaupa gras handa fiskunum. (Ég held að þetta séu túnfiskar, því þeir éta svo mikið gras!).

Þegar þangað var komið, þá sá ég svo flotta "skjótta" gullfiska að ég bara varð að kaupa tvo!
Strákurinn sem var að afgreiða mig þar, var svo utanvið sig, að ég þurfti að biðja hann fimm sinnum um gras í búrið, og svo gleymdi hann líka slöngu (til að tengja við Mikka mús í kafarakúlu)! En þetta hafðist, og nú synda þeir um í búrinu, þeir Depill og Sonic Sprettur.

Og núna er ég búin að gera það sem ég ætlaði ekki að gera, og það er að skrifa svo ofboðslega mikið einn daginn, að það myndi örugglega enginn nenna að lesa það.

Best að hætta þessu og reyna frekar að reikna eða teikna....drauma eldhúsið mitt á blað.

Till next...adios

2 comments:

Nonni said...

Ég nennti að lesa það :)

Lifur said...

Ég líka