Tuesday, November 16, 2004

Slegið á frest...

Ég frétti af námskeiði, sem var reyndar í gær, (sennilega að tilefni afmælis míns) sem hét :"afhverju frestum við"?
Alveg snargáfuð kona, einhverslags ráðgjafi , var með þetta námskeið.
En ég ákvað að fresta því að fara á það.

Ég er alveg ofboðslega flink að fresta.

Fór að reikna, en fattaði svo að ég átti eftir að sækja verkefnið á netið.
Svo ákvað ég að kíkja aðeins í leiðinni á nokkur blogg....og fyrst ég var á annað borð að því, þá var nú alveg tilvalið að skrifa smá. Aðallega til að nenna ekki að læra!
Íllu er best skotið á frest. Sagði einhver snillingur.

Svo ég fresta lærdómnum framm á síðasta dag.

Svo fresta ég að tala við fólk, ef ég er eitthvað hrædd við viðbrögðin.

Svo fresta ég öllu sem ég mögulega get...

Svo heyrist mér kennarar vera að hugsa um að fresta því að haga sér heimslulega...

Svo ég er að hugsa um að fresta því að skrifa meira í bili...

Till next...adios

1 comment:

Nonni said...

Ég ætladi ad koma med komment en ég held ég fresti thví thar til sídar ;)