Saturday, January 28, 2006

28.janúar

Þá eru það fréttir dagsins: fædd er stúlka Árnadóttir og Siggu Láru.
Aðeins lét nú daman bíða eftir sér, á háttvísan og dömulegan hátt. Það er neflilega svoleiðis með okkur kvenkynið, að það er þess virði að bíða eftir okkur.
Svo er hún greinilega öll í föðurættina og er ekkert að flýta sér alltof mikið. Kom bara þegar hún nennti.
Til hamingju Árni og Sigga Lára :)
Nú er verst að vera svona langt í burtu.

Annars er ég farin að halda að ég skrifi hér fyrir daufum eyrum! Engin les þetta tuð orðið a.m.k er ég alveg hætt að fá komment á bloggið mitt. Svo kanski nenni ég þessu ekki mikið lengur :/

Ég var að horfa á söngvakeppni sjónvarpsins og verð að segja að í kvöld var ekki mikið af góðum lögum. Og reyndar nokkur sem voru alveg afleit.
Sá nú í dagskránni sem kom út í vikunni að þar var verið að kvetja Akureyringa til að kjósa lag konu einnar héðan. Fannst það reynar algerlega út í hött að sjá svona auglýsingu, afhverju í óskupunum ætti fólk að kjósa lag eftir því hvaðan höfundurinn er? Er þetta ekki keppni um besta lagið, ekki hvaða staður á landinu getur kosið mest.
Enda kom svo í ljós að þetta var með verri lögunum í keppninni. Og blessuð konan sem samdi lagið hefði augljóslega átt að fá einhverja aðra til að syngja lagið fyrir sig. Þá hefði það sennilega átt pínulítið betir séns.

Ég er í einhverju letikasti þessa dagana, eða þessar vikurnar, sérstaklega við það að koma mér út fyrir húsdyrnar. Ég hef ekki farið á djamm síðan í byrjun nóvember. Er ekki að nenna þessu, verð nú að fara að taka mig saman í andlitinu og draga sjálfa mig út úr húsi...þegar ég nenni.

Till next...adios

2 comments:

Patzy said...

Ég er alveg sammála þér í sambandi við eurovision, meirihlutinn af lögunum síðasta laugardag var hreinlega til skammar.!

kv. Brynja

Lifur said...

Það er greinilega ennþá til fólk sem ekki búið að gefast upp á blogginu þínu.