Eitthvað hefur bloggið mitt haft veður af neikvæðum hugsunargangi mínum undanfarið, því það hefur algerlega meinað mér aðgangi að hverskyns skriftum. Röflar um einhverja fjárans köku og ekkert gerist. Svo undanfarna daga hafið þið misst af skelfilega neikvæðum bloggskrifum mínum!
En ég skal reyna að ráða bót þar á.
Bölsýni borgar sig! Ég er búin að komast að því að það virðist mun betar til árangurs að vera frekur,leiðinlegur, óþolinmóður, gribbulegur og skapvonur en að vera þolinmóður, hjálpsamur, skapgóður og í allastaði rólegheitamanneskja.
Í fyrsta lagi: ég skráði Mikael í íþróttaskóla barnanna, því miður var allt orðið fullt, en hann sagðist skrá hann á biðlista og hafa samband ef eitthvað losnaði. Svo frétti ég 2 dögum seinna að ein sem skráði sína stelpu sama dag, hefði einnig fengið þau svör að það væri orðið fullt.....en honum tókst að "troða" henni inn!
Svo sl.föstudag 3.feb. þá var ég alveg í kasti í vinnunni, og skammaðist óskaplega út í þennan íþróttaskóla, asnaleg stjórnun á þessu, börnum örugglega mismunað eftir stjórnmálaskoðunum foreldra (íþróttakennarinn er í framboðið fyrir sjálfstæðisflokkinn) og var ég orðin þess fullviss að manngarmurinn yrði með hiksta það sem eftir lifði vetri! Og sú tilhugun var bara ansi góð....
Vinnufélagar mínir sögðu að ég skyldi bara hringja í manninn og ýta á eftir því að koma drengnum þarna inn. Ég sagði að mér fyndist frekt að hringja í hann vegna þess að hann hefði sagst ætla að hringja ef eitthvað losnaði. Allar voru sammála því að það væri ekki frekt og ég skyldi gera það ekki seinna en stax. Á þeim tímapunkti ákvað ég að prufa að vera frek og hringja er ég kæmi heim úr vinnunni....en fannst það samt óyndisúrræði!
Eftir vinnu þurfti ég í apótek, og á meðan að ég var að borga þá hringir gemsinn minn. Var það sá sem sem sér um íþróttaskólann að spyrja hvort ég hefði ennþá áhuga á að koma drengnum inn. Ég varð voða ánægð og þáði það með þökkum :) og fannst um leið að maður þessi væri kanski ekki sem verstur, þrátt fyrir sínar sjálfstæðisskoðanir.
Fékk um leið talsvert samviskubit yfir vel völdu leiðindarorðunum er ég hafði látið falla klukkutíma fyrr við kaffiborðið í vinnunni...og lofaði sjálfri mér að láta aldrei svona aftur.
Fór svo heim og varð enn glaðari er ég sá að sturtuhurð var komin í hús. Reyndar bara í pakkanum ennþá en það var þó mikið gaman að sjá það. Ég hafði nefnilega verið nokkuð viss um að gamla ljóta leka sturtuhengið yrði bara lagað og baráttan við sullubullið héldi áfram!
Nú bíð ég bara eftir að bubbibyggir komi og klári verkið, það hlýtur að fara að koma, því hann sagði í upphafi að þetta tæki 2 daga, en nú er komin vika síðan ég varð sturtulaus.
Farin að lykta eins og hákarl en samt þokkalega sátt fyrst hurðin er komin.
Og fátt er svo með öllu íllt....því ég hef afrekað að fara í sund með strákana, þeim til mikillar gleði! En þakka um leið fyrir að það skuli vera 10°C hiti nú í byrjun febrúar, sem ku nú ekki vera mjög algengt.
ÉG er ennþá á báðum áttum hvort ég eigi að fara yfir í það að vera frekjugribba, eða halda áfram að vera þolinmóð kurteis og góð :) ætla að vega og meta kosti og galla og sjá svo til.
Gribbutýpurnar virðast nú samt vera snöggar að ná sér í kalla, og yfirleitt nokkuð góða kalla, svo þetta er spurning.
Enda er ég ennþá í 2 ára sjálfskipuðu karlabindindi mínu (eða var það 1 ár?) svo ég þarf nú ekki að hafa áhyggjur af því.
Till vext...adios
Sunday, February 05, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú mátt vera eins mikil leiðindagribba og þú vilt. Bara ekki við mig.
Post a Comment