og skömm... það er ekki hægt að segja annað um úrslit Evórvisíon íslensku, í gær, að þau hafi verið sorgleg!
Þetta frábæra og glæsilega lag með Regínu Ósk, þurfti að víkja fyrir brandara og fíflaskap.
Ókey, Silvía Nótt á greinilega stóran aðdáendahóp hér á landi...en ég leyfi mér að stórefa að hann nái langt út fyrir landssteinana, kanski til Vestmannaeyja...ekki mikið lengra, jafnvel ekki einusinni til Grímseyjar.
Það hefði verið mun skemmtilegri landkynning að senda glæsilega söngkonu og "mini" karlakór, frekar en að senda stelpuskott á korseletti og tvo brókalalla. Þótt Sigga Beinteins sé í bakröddum! Sóvott!
Annars ætla ég nú ekki að láta þetta ergja mig mikið, það er nú víst nógu mikið ergelsi útaf þessu í minni fjölskyldu. Kristján alveg miður sín, hyggst flytja úr landi og hata alla íslendinga. Talaði meira að segja ensku lengi vel eftir úrslitin og sagðist ætla að halda með Svíjum í Eurovision í vor ;)
Jæja, ég hugsa að ég þurfi að fara að taka mig til, gera mig fína og klæðast kjól, fyir myndatöku stjórnar Freyvangsleikhússins. En þetta ku vera ein sú myndarlegasta stjórn sem setið hefur í langan tíma ;)
Hefði nú alveg valið annan dag til þessa verknaðar, ekki laust við að ég sé örlítið eftir mig eftir afmælisjúróvísíonpartý hjá Þórði bróðir í gærkvöld....og svo einnig dáltið aum eftir dráttinn síðan á föstudaginn.
Tanndráttinn svo ég fyrirbyggji nú allan misskilning! Tannsinn minn gerði sér lítið fyrir og dróg úr mér 2 endajaxla, svo nú er ég ekki mikill jaxl. Þetta var ekki gott :(
En partýið var samt alveg ljómandi...og mér skilst að Þórður ætli að standa fyrir öðru Júróvísíón partýi í vor ;) jííííhaaaaa....
Till next...adios
Sunday, February 19, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment