Sunday, February 12, 2006

Sittlítiðafhvoru

...eða shitt lítið af hvorutveggja!

Nú er sturtan mín komin í lag, flísar og sturtuhurð og ég náttúrulega ljóma af hamingju :)
Nú vantar mig bara nýtt gólfefni á eldhúsið, nýjan vaska og baðskáp á baðið, ný rúm handa strákunum, eitt auka herbergi fyrir Mikael, nýjan sófa í stofuna, nýtt rúm handa mér og nýjan kall í það....handa mér ;)
Og yrði þá líf mitt fullkomið? varla...maður finnur sér alltaf eitthvað nýtt til að langa í.
Bara ef....þá....
Er ekki málið að sætta sig við það sem maður hefur og hætta að kvarta! Gera "nægjusemi" aftur að dyggð, en ekki hálfgerðu háðsyrði.
Sumt fólk á mjög erfitt með að túa því að fólk geti yfirhöfuð liðið vel, nema það eigi nýjan bíl úr kassanum, flotta íbúð og fari til útlanda minnst einusinni á ári.

Ég er nú búin að fara erlendis tvisvar á 20 ára tímabili, en get samt ekki séð að ég sé neitt óhamingjusamari en hún "Jóna" út í bæ, sem fer í 3-4 utanlandsferðir á ári. Kvartar þess á milli hvað hún eigi ómögulegann kall, óþæg börn og leiðinleg skyldmenni...sem eru þó vel nýtanleg í að passa óþægu börnin þegar henni henntar!

Æ, það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur kvartað, yfir hlutum sem aðrir væru himinsælir með.
Og svo öfundast út í annað fók... og tala endalaust illa um annað fólk...það er nú alveg efni í nokkur blogg!

Tillitssemi virðist vera hlutur sem mjög margir eru að verða alveg lausir við. Að sega " takk" virðist vera orðið mörgum ansi erfitt. Hvernig ætli standi á þessu?
Eru foreldrar farnir að kenna börnum sínum að það borgi sig ekki að sýna tillitssemi, heldur sé það betra að stefna bara beint áfram og ekki skipta sér að því þótt einhver verði undir á þeirri leið.

Maður er kannski að gera börnum sínum óleik með að kenna þeim að segja takk, ekki að riðjast framfyrir, og sýna öðrum kurteisi og tillitssemi?!

Till next...adios

No comments: