Thursday, October 12, 2006

Mismisskilið...

Mis-misskildar konur, það er þær konur sem hafa skilið oftar en einusinni, þær skiptast má segja í tvo flokka.
Í fyrri flokknum eru þær sem eru gersamlega búnar að fá nóg af öllum karlmönnum (og virðist fyrri reynsla mjög misjöfn, stundum slæm og stundum ekki) og nánast sjá rautt þegar þeir ganga framhjá...burtséð frá því hvort þær þekkja viðkomandi eða ekki.
Þær hreinlega þola ekkert karlkyns nær sér en svona ca.kílómeter radíus. Og því verður bara ekki breytt!!!
Í seinni flokknum eru þær vongóðu. Eru kanski búnar að brenna sig einu sinni eða oftar á "óheppilegum" karlmönnum. En eru þess fullvissar og bara ansi bjartsýnar á það að "sá eini sanni" sé þarna einhversstaðar úti...Bara svolítið erfitt að finna hann.

Ég er ansi hrædd um að ég tilheyri seinni flokknum, þó er ég stundum að hugsa um hvort það væri ekki bara gáfulegra að vera í þeim fyrri........

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Held þetta sé aðallega spurning um í hvorum flokknum er skemmtilegra að vera. Held það sé frekar leiðinlegt í þeim fyrri.

Og get alveg vottað um það að það getur alveg borgað sig að vera í þeim seinni. :-)