Thursday, October 05, 2006

Hugsanir...

Ég var að hengja upp þvott áðan, sem er náttúrulega alls ekki í frásögur færandi, þar sem ég geri það nánast á hverjum degi, og stundum oftar en ekki oftar ;)
En þar sem ég hengdi upp þvott, þá var ég svoleiðis með fleiri fleiri hugmyndir af algerlega stórsnjöllum bloggpistlum.

Svo skömmu síðar, þegar ég hafði tíma til að setjast við tölvuna, kveikja á henni og opna bloggið, þá var bara gersamlega allt horfið úr hausnum á mér! ...eh kanski ekki allt, ég meina allt sem ég ætlaði að skrifa sko!

Bilanatíðni hlaupahjóla helst greinilega í hendur. Hlaupahjólið hans Kristjáns hrundi í fyrragær, sennilega farin lega eða eitthvað og viðgerðir ekki inn í myndinni, a.m.k ekki að minni hálfu.
Svo í gær þá bilaði hlaupahjólið hans Mikaels...Spennan sem heldur stýrinu uppi, eða niðri, datt af og greinilega týndist!

Svo eftir vinnu í dag var ég plötuð í búðarferð til að kaupa ný hlaupahjól. Og þar sem að þetta er nú eina hreyfingin og útiveran sem hægt er að koma honum Kristjáni í , þá lét ég tilleiðast og stefnan var tekin á Hagkaup.

Til að gera langa sögu (eða ekki einu sinni svo langa) stutta, þá voru ekki til hlaupahjól í Hagkaup...eða þau voru öll búin, eins og afgreiðsludaman tjáði mér.
Ég þorði nú ekki einu sinni að spyrja hvort þau væru væntanleg...ekki miklar líkur á því svona í byrjun október!
En þar sem það sem átti að kaupa var ekki til, þá "þurfti" að kaupa tvo Simpson DVD diska í staðin....og svo bara athuga með hlaupahjólin á morgun.

Og auðvitað, af því að ég er svo góð, þá var það keypt ásamt afbrygði af Cheeriosi og einhverju smálegu...og ég er búin að finna upp nýtt slagorð fyrir Hagkaup: "Þar sem íslendingum finnst rándýrast að versla" !

Svo náttúrulega þegar ég settist niður við tölvuna áðan, og horfði á þessi tvö eymdarlegu biluðu hlaupahjól, þá datt mér það snjallræði í hug að taka bara spennuna (skrúfuna eða hvað þetta heitir sem heldur stýrinu föstu) af hjólabilaða hjólinu og setja á spennulausa hjólið! Og viti menn, þetta snarvirkaði, og nú er til eitt hlaupahjól í lagi, sem verður bara að duga þar til að annað hvort kemur vor, eða ég finn búð sem selur sumarvörur á haustin ;)

Till next...adios

1 comment:

Nonni said...

Hagkaup: "Þar sem Íslendingar fara í neyð þegar allt annað klikkar"
Góðir pistlar SYS :)