Ég held að ég sé búin að sálgreina sjálfa mig.
Komin með lausnina á öllum mínum vandamálum
Bara ef ég færi eftir því sem ég segi...
Oft á tíðum, á ég alltof erfitt með að "sleppa takinu" á sumum hlutum eða atburðum.
Hugsa of mikið um eitthvað og velti mér endalaust upp úr því...
Og með því er ég sennilega að gera bæði mig og þá sem umgangast mig að einhverju ráði brjál...!
Að láta liðið vera liðið virðist stundum erfitt...sem er líka pínu skrítið, af því að maður breytir ekki því liðna, hvað sem maður gerir eða hugsar....Fortíðin breytist ekki baun!
Maður getur aftur á móti haft örlítil áhrif á hvernig framtíðin verður...ef maður nennir að leggja það á sig að vera samkvæmur sjálfum sér.
Ég hef oft staðið sjálfa mig að því að gera eitthvað gegn betri vitund. Stundum bara í fljótfærni, en stundum bara "fock it" þetta skiptir engu máli...en það hlýtur allt að skipta máli.
"You are what you eat" - var einhverntíman voðaleg speki, sem fellur algerlega um sjálft sig, því hver vill vera "grænmeti"? En það er nú eitt af því hollara sem við innbyrðum.
"You are what you do" er miklu gáfulegra máltæki, því maður hlýtur að standa og falla með verkum sínum. Og eins og einhver frænka mín sagði víst eitt sinn svo gáfulega: "maður fær alltaf verkin sín til baka".
Ég hef nú líka alveg staðið mig að því að vera með "fordóma" út í fólk, tjá mig um að ferlega sé þessi eða hinn mikill lúser að gera hitt eða þetta. Og alveg get ég bókað það að ég lendi í sömu aðslæðum og ég hef verið að fordæma sjálf!!!
Svo nú er ég með fordóma út í fordóma, og ætla að vera samkvæm sjálfri mér, sérstaklega í samkvæmum...
Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir þvi að maður situr alltaf einn eftir og borar í nefið, á meðan að fólk giftist og skilur endalaust í kring um mann....
Batnandi manni er best að lifa, og núna ætla ég í betrunarátak. Og gera það sem ég vil og er mér fyrir bestu :)
Vonandi gengur mér vel...hummm
Veit ekki alveg hvort ég á að vera að þessu....
Æ, þetta er eflaust tómt vesen...
Ætla að fá mér súkkulaði og hugsa málið....
Till next
Thursday, October 05, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gaman að fá comment frá þér :) og að þú skyldir leggja það á þig að ská þig inn á blogger...just for me ;)
Vona að það sé ekki bara af því að ég er að passa kött sem vekur mig kl.5 á morgnana með því að leggjast ofaná andlitið á manni og mala ;)
Post a Comment