Talandi um hvað einn stafur getur skift miklu máli. Ef ég hefði t.d skrifað Piri Piri þá væri ég eflaust að gefa hér uppskrift af mjög góðum kjúklingarétt.
En svo gott er það ekki!
Þetta er búinn að vera pirr dagur mánaðarins, ef ekki bara ársins!
Og það versta kanski að ég veit eginlega ekki útafhverju ég er svona pirruð...
En dagurinn byrjaði svona....
Einhverntíman eldsnemma um 8 leitið kom kisa litla (humm reyndar er hún að verða rosaleg fitubolla) hoppandi upp í rúm og malaði og nuddaði sér út í allt og alla. Þá vaknaði Mikael (sem sennilega hefði nú vaknað hvort sem er fljótlega) og fór að klappa og kisu og svo að horfa á barnaefni í sjónvarpinu.
-Vek athygli á því að þarna er enginn pirringur byrjaður-
Ég reyni að sofa eitthvað aðeins lengur, en það gengur illa þar sem guttinn vill fá morgunmat með barnaefninu. Ég redda því og reyni svo aftur að sofa aðeins lengur...
Svo kemur Mikeal og vill fara að drífa sig í íþróttaskólann...sem var svo sem í lagi nema það var ennþá rúmur klukkutími í það.
En ég dröslaðist a.m.k á fætur og fékk mér staðgóðan morgunmat (CocoPuffs) svo ákvað ég að skella mér í heita sturtu þar sem mér var kallt og óttarlega drusluleg...
Kl.11:00 var ég mætt með Mikael í íþróttaskólann þar sem hann fékk að hlaupa um og hoppa undir leiðsögn í klukkutíma...
Svvo fórum við heim og ég plataði Mikael til að horfa á eina teiknimynd með mér, þar sem ég var enn þreytt, kallt og drusluleg...svo dormaði ég yfir sjónvarpinu meðan hann horfði.
SVo um kl.15:23 var tekin sú ákvörðun af fara í búð, aðallega vegna þess að ísskápurinn var orðinn tómari en hausinn á sumu fólki, sem ég fer ekki nánar út í hér....
Og það var á þessum tímapunkti sem að pirringurinn hófst fyrir alvöru.... í fyrsta lagi, þá var einhver djö...um að vera á Glerártorgi. Öll bílastæði full, en ég fann eitt fyrir rest. Svo var allt fullt af fólki á Glerártorgi, sem ég hefði nú kanski átt að geta sagt mér sjálf, svona með tilliti til bílaflotans þar fyrir utan.
Þegar inn var komið, var byrjað á að troða blöðrum á strákana. Og þeir sem hafa ekki prófað að fara með börn og blöðrur í búð, skulu bara endilega sleppa því...það er bara hreint ekki gaman. Fyrir utan öll börnin sem ég átti ekkert í og voru með blöðrur í búðinni!
Þegar ég er í búð þá finnst mér nógu leiðinlegt að hlusta á suð um að kaupa hitt og þetta dót, þó ekki bætist við að hafa blöðrur í andlitinu reglulega.
Vilut kaupa dót...geeeeeeerðu það´, þá ertu beeeeeest..SVo er komið hlaupandi með bissu og :"mig langar í svona"
Ég labba um búðina tuldrandi nei -nei-nei-nei!
Kaupi samt nammi í poka til tilefni laugardags en verst allra dótakaupa.
Svo þegar ég kem að kassanum er þolinmæði mín orðin svo svakalega lítil að hún er vart greinanleg.
Þegar Mikael segir í 67 skiptið "má ég fá svona" þá segi ég NEI svo hastarlega að afgreiðslustrákurinn hrekkur meira við en Mikael...
Þegar ég er búin að troða í marga marga poka, með blöðrur í andlitinu, þá treðst ég í gegn um mannþröngina sem var allt í einu orðin miklu miklu meiri en þegar ég fór inn í búðina, og var hún þó mikil þá! Þá var hann Kristján horfinn...
Ég skima og skima en sé engan Kristján, í von um að hann hafi kanski farið út í bíl, fer ég þangað með innkaupakerruna og lesta bílinn. Nei, auðvitað var enginn Kristján þar svo ég þarf aftur inn í þetta víti...
Ég skutla kerrunni inn í asnalega kerrugeymslu, en þar sem ég labba í burtu þa´heyri ég að helv. kerran rennur af stað út á bílastæði, í sama mund og einhver sem kemur út segir:"Hæ" ég kvessi augunum á einhverja konu sem ég kannast ekkert við, og þríf kerruna og skutla henni aftur á sinn stað. Ætla svo aftur inn og sé þá konugreiið sem hafði verið að heilsa mér, ég leit bara á vitlausa manneskju....jæja, ég segi hæ, og segir bara að þetta hafi verið pirrandi verslunarferð, og hún lítur á mig efins á svip. Eflaust að velta fyrir sér hvort ég sé nú loksins búin að tapa mér endanlega....
Sem betur fer fann ég nú Kristján fljótlega, en samt var einhver frambjóðandi búinn að ota að mér bækling og segja" viltu kynna þér frambjóðanda" og ég sagði bara "nei".
Jú og þegar ég fann Kristján þá sagði hann: "þú verður að kaupa blöð" og ég nánast argaði á hann: "gastu ekki sagt það inni í búðinni?" og Kristján greiið sagði að hann hefði gert það nokkrum sinnum...en ég sagði ;, þú gerðir það ekki neitt! Og var nú verulega farið að síga í mína! Svo vægt sé til orða tekið...
En loks komst maður út úr þessari ormaholu og ók ég heim á leið, og ótrúlegt en satt var sá bíltúr tíðindalítill.
Þegar heim var komið fór ég að hugsa um afhverju í andsk... ég væri svona rosalega pirruð, og eftir stutta umhugsun, þá hélt ég að það gæti verið vegna þess að ég hafði bara borðað morgunmat kl.10 og svo ekki neitt eftir það...og þar var komin hugsanleg skýring, vonandi ;)
SVo ég fékk mér hádegis-kaffi kl.18:00 , er að fara að horfa á spaugstofuna og ætla svo að elda kvöldmat.
Till next...adios
Saturday, October 07, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment