Sunday, April 08, 2007

Gleðilega páska


Góðan dag gott fólk og gleðilega páska :)


Þetta er mynd af páska ungum.
Páskahretið lét ekki á sér standa , fremur en fyrri árin og gott er að geta treyst á eitthvað í þessum heimi ;)
Ég er alveg uppfull af visku og fróðleik þessa dagana, en alveg óvíst hvort ég nái að koma því frá mér hér á þetta blogg....það virðist eins og ég hálf blokkist þegar ég logga mig inn á bloggið. Og allt þetta skemmtilega sem ég ætlaði að skrifa lokast inn í skúmaskoti hugans.
Já og til hamingju með daginn Árni og Sigga Lára :) 1.árs brúðkaupsafmæli og ár síðan að Gyða litla var skírð...þetta man maður :)
Nú styttist í fermingu Kristjáns...21.apríl og sennilega er ég alltof róleg yfir þessu öllu saman. Virðist sem fólk fari á taugum þegar það fermi börnin sín. Er ekki bara nóg að koma krökkunum í kirkju á réttum tíma?
En endilega allir sem lesa þetta blogg eru velkomnir í sal Lundarskóla kl.17:00 fermingardaginn :)
Ég er búin að fá nýja nágranna, á hæðina fyrir ofan mig. Hef reyndar ekki hitt þau ennþá, bara heyrt í þeim!
Þau eiga pínanó.
Hef ekki orðið vör við það að einhver á heimilinu kunni á píanó.
En píanóið virðist vera þokkalega mikið notað...a.m.k miðað við kunnáttu.
Grannar mínir fara snemma á fætur...líka um helgar
Virðast einnig staðráðnir í því að læra einverntíman á píanó...alveg sjálfir.
Nóg af nágrönnum mínum.
Ætla ekki að hafa þetta blogg lengara í bili,
en vil minna á komandi kosningar... X-B
"berjumst til síðasta manns " ;)
Till next...adios

No comments: