Wednesday, July 25, 2007

Bolla

Fékk smá örlítið áhyggjuflökt í dag.
Þar bar nefnilega svo við, að í gærmorgun eldsnemma, fór ég með pössunarkisuna mína í aðgerð á dýraspítala hér í grennd. Nú átti sem sagt að taka fyrir fleiri kettlingaeignir á þessum bæ.
Svo náði ég í hana í dag, eftir heitupottaliggjuna, og ætlaði að drífa köttinn inn og fara svo með Kristján á Subway. En það vildi ekki betur til en svo, að þegar ég tek Bollu (það er sko kötturinn) út úr bílnum, þá stekkur hún af stað úr fanginu á mér og spyrnir klónum í nefið á mér!
Og þar sem nefið mitt er mjög, og þá meina ég MJÖG viðkvæmt, þá auðvitað missti ég köttinn. En hann stökk nú bara inn í garð, svo ég hafði ekki miklar áhyggjur. Þekkti sig nú inn í garðinum, þótt grasið vaxi þar hraðar en arfi og algerlega óáreitt.
Svo leið dagurinn, fór á Subway með Kristján, svo heim, engin Bolla... Náði í Mikael í íþróttaskólann, engin Bolla....fór í búðina fyrir mömmu, engin Bolla....fór í sveitina og dvaldi þar dágóða stund (og fékk góðar kjötbollur og ábrystir í eftirmat, nammi namm), engin Bolla!
Var farin að sjá fyrir mér jafn dramatístkan atburð og með hann Lúkas ræfilinn, ljótasta hund íslands...nei ég meina frægasta hund íslands í dag. Hann stökk einmitt svona í burtu eftir ófrjósemisaðgerð, var týndur, drepinn og upprisinn allt á nokkrum vikum.
Úff, ég var farin að spá í hverju ég ætti að ljúga á netinu,;" það komu brjálaðir unglingar með skegg og höfðu kisuna á brott með sér í stórri sloggi brók, og gengu eflaust í skrokk á henni, hef ekki séð hana síðan". Hefði svo fundið upp eihver nöfn á einhverju fólki sem mér finnst skilið að missa æruna! En kanski yrði ég svo kærð 700 sinnum þegar kattarræksnið skilaði sér í minkagildru mánuði seinna, með fugl í kjaftinum.
Enda læddist litla greyið hér inn um gluggann fyrir 2 tímum og liggur malandi við fætur mér ;)
Þarf ekki að gera veður úr þessu úr þessu ;) Sjúkkitt!
P.s smá hugsun; eru "hundavinir" ekki mannavinir?

Till next...adios

6 comments:

Þráinn said...

Hvað er með dýr á Eyjafjarðasvæðinu...eru þau ekki eins og dýr eru flest?

Elísabet Katrín said...

Nei, þetta eru mjög skrítin dýr, virðast t.d taka því mjög illa að vera gerð ófró ;) hummm, spurning hvort þau séu að verða mennsk!!!!

Elísabet Katrín said...

þetta átti að vera: ófrjó ;)

Þráinn said...

Ég átti kött sem ég lét gelda á unga aldri. Hann einhverja hluta vegna trúði því aldreí að ég hefði látið gelda hann og hegðaði sér alltaf eins og hann væri með allt á sínum stað!!!!

Þráinn said...

Ég átti kött sem ég lét gelda á unga aldri. Hann einhverja hluta vegna trúði því aldreí að ég hefði látið gelda hann og hegðaði sér alltaf eins og hann væri með allt á sínum stað!!!!

Elísabet Katrín said...

Bara eins og karlmenn sem láta taka sig úr sambandi ;) hehe, karlmennsku köttur ;)