Monday, July 23, 2007

Átak

Veit ekki alveg hvaða flugutegund ég fékk í höfuðið í dag, en ég fékk a.m.k flugu í höfuðið og fór út að skokka!!!!
Já, þetta er ekki innsláttarvilla, ég fór í gamla strigaskó, (flatbotna og eiga sennilega ekkert sameginlegt með þeim skóm sem "venjulegir" skokkarar bera á fótum sér)... og skokkaði af stað.
Þar sem ég var nú komin af stað, ákvað ég að skokka bara út í Kjarnaskóg. Og það gerði ég.
Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er langt, en þegar ég kom út í Kjarnaskóg, þá skokkaði ég hringinn í skóginum og svo aftur til baka. Ok, ég labbaði svona stundum inn á milli...ætlaði nú ekki alveg að drepa mig svona strax!
Hingað til hef ég látið mér nægja, að keyra á bíl út í Kjarna, labba hringinn og keyra svo heim aftur....og það svona 3-4 sinnum yfir sumartímann, og þá bara í sól og blíðu :)
En ekki nóg með það, þá hjólaði ég líka upp í KA heimili og sótti Mikael í íþróttaskólann og hjólaði með honum heim aftur.
Svo nú er stóra spurningin hvort ég læt þessa hreyfingu duga fyrir sumarið, eða haldi þessu eitthvað áfram....ætla að taka nokkra daga í að hugsa málið ;)
Og svona til að kóróna heilsuátak dagsins, þá hafði ég soðna ýsu í kvöldmatinn.
Langaði nú meira til þess að fara á kaffihús og fá mér feita rjómatertusneið, en ég verð að hugsa um snáðana mína og reyna að troða einhverri hollustu í þá ;)
Læðist bara í súkkulaðið þegar þeir eru sofnaðir ;)

Till next...adios

2 comments:

Hanna Stef said...

Blessuð. Nú var gott að ég var sitjandi- skokkaðir þú?!!!? Það á aldeilis að breyta til. Hætt á FSA, háskólinn, nýr lífsstíll og síðast en alls ekki síst - ætlar að vera rólegri á fylleríum. Jamm, bíðum og sjáum til með það! Annars vil ég bara segja það að eldhúsið verður ekki samt án þín. Snökkt, snökkt. Þakka fyrir saumaklúbbinn núna:-) Sjáumst alla vega í næsta klúbbi sem er víst hjá mér. Kv. Hanna Stef

Elísabet Katrín said...

Jamm hin nýja ég...hehe, ætla nú samt ekki að breytast það mikið að ég fari að sauma í saumaklúbbnum! Það yrði sko toooooo much ;)