Tuesday, July 31, 2007

Ætlar hann að rigna?

Það er spáð rigningu í dag, en ennþá hangir hann þurr.
Ég er reyndar búin að "bíða eftir" rigningu í nokkra daga, og þá bara til þess að nenna að hanga inni og laga til!
Ætlaði að vera svo dugleg að taka allt í gegn hjá mér í sumarfríinu, en hef þess í stað nánast varla stoppað við innandyra.
Og á meðan hleðst upp skítur og drasl, er alvarlega að spá í að fara með garðhrífuna í herbergið hans Kristjáns og raka bara gólfið og moka í poka.
Sennilega myndi hann sakna nokkra tölvuleikja og blaða, en ég er farin að sakna þess að geta ekki gengið á gólfinu þarna inni hjá honum!

Það var agalegur kaffiþamb-dagur í gær hjá mér.
Ég byrjaði á því að rölta með strákana niður í bæ í góða veðrinu og við fórum á Bláu könnuna og fengum okkur kaffi og kökur ;) þeir fengu sér reyndar gos...
Ætlaði fyrst á bókakaffið í Eymundson, en þar sem þeir eru svo gáfaðir að hafa bara 5 borð, þá er bara nánast alltaf fullt þegar maður rekur nefið þar inn.
En jæja, svo var rölt heim og skömmu síðar fékk ég gesti, og þá var sko kjaftað og drukkið kaffi lengi vel.
Svo um kl.19:00 ákvað ég að þetta gengi ekki svona, og skellti mér í hlaupaskóna.
Skokkaði upp að Hömrum og þar einhvern götuslóða til baka.
Held að ég hafi bara ekki skokkað svona langt áður án þess að stoppa nema einusinni og þá bara gekk ég hratt í smá stund.
Pantaði svo pizzu þegar ég kom heim, skellti mér í sturtu og var bara nokkuð góð. Sofnaði ekki einusinni yfir sjónvarpinu!!!
Þetta er allt að koma :)

Till next...adios

3 comments:

Þráinn said...

Ég hringdi í almættið og hann sagði að það myndi ekki rigna eins mikið og Siggi Stormur væri að spá. Hann sagði að Siggi hefði einu sinni verið laminn um verslunarhelgi og hann gerði allt sem hann gæti til að halda fólki heima hjá sér þá helgi.

Elísabet Katrín said...

Ætti að heita Siggi St.ormur ;)
En það er komin hellidemba!

Þráinn said...

Já eða S.Iggi ST.Ormur