Og ný fyrirheit...eða þannig.
Það rættist bara helling úr gærdeginum, svona miðað við nóttina á undan.
Ég og Mikael fórum í langan hjólatúr (Kristján nennti ekki með þar sem hann var með gest) , við hjólumum út í Kjarnaskóg, löbbuðum (ég reyndar reyndi að skokka aðeins) hringinn og hjóluðum svo neðri leiðina til baka. Þ.e.a.s við hjóluðum niður á Drottningarbraut og um innbæinn í miðbæinn og þaðan heim.
Var orðin mjög svöng eftir þetta allt og át allt sem hönd á festi þegar ég kom heim, sem var nú reyndar ekki svo mikið. Þurrar bruður voru alveg príðis góðar :)
Ákvað svo að hafa kvöldmatinn í fyrra fallinu, og dreif mig svo með strákana í bíó.
Eða frekar lét ég undan miklum þrýstingi um að fara með þá í bíó.
Á Simpsons the movie.
Stórkostlegasta fjölskyldumynd allra tíma!
Stóð í dagskránni...hummm, veit ekki alveg hvort ég er sammála. Fannst Harry Potter mun skemmtilegri ;) Fannst líka orðbragðið full gróft stundum miðað við að þetta á að vera fjölskyldumynd. Það er alveg hægt að draga aðeins úr blótsyrðum, a.m., þeim allra grófustu. En það var greinilega ekki gert.
Ég og Mikael fórum á íslensku útgáfuna, en Kristján á enska talið. Ég var nú reyndar mjög ánægð með það að báðar útgáfurnar voru sýndar á sama tíma. Gátum því farið öll saman, þótt við færum ekki í sama salinn.
Bíóið var troðfullt, biðröð í miðasöluna og biðröð í nammisöluna og biðröð inn í salinn. Svo var ekki farið að helypa inn fyrr en 5 min fyrir sýningu, svo maður stóð þarna í kraðakinu í dágóða stund. En svo viti menn, þá var opnað inn í A-salinn (með enska talinu) og það geystust allir þar inn! Ég hugsa að við höfum verið ca.10 sem vorum í B-sal á íslenska talinu.
En það var bara fínt, mér finnst alltaf best í bíó þegar það eru fáir ;)
Ætla nú ekki að fara að leggja mikla dóma á þessa mynd, hef ekki horft það mikið á Simpsons þættina að ég hef ekki mikið vit á þessu.
Ég hló nú kanski tvisvar, þrisvar sinnum, glotti annað slagið en fannst þetta oft á tíðum vera alveg yfirgengilegt rugl!
En strákarnir voru voða sáttir og fanst gaman svo ég sá ekkert eftir þessari bíómyndarferð :)
Er strengjalaus í fótunum í fyrsta sinn í viku!
Er að hugsa um að halda upp á það með því að fara út að skokka seinnipartinn ;)
Sjáum til.
Er reyndar að verða svo skotin í hlaupaskónum mínum að ég gæti næstum bara sofið í þeim, þeir eru svooooooooo þægilegir :)
Till next...adios
Monday, July 30, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment