Það er ýmislegt að gera um þessar mundir. Ég fór í gær og prufaði í fyrsta skipi að hlaupa með "hlaupahóp", það var mæting hjá Bjargi og hópurinn taldi nú ekki nema 7 þegar upp var staðið, og hætti alveg að vera hópur hálfri mínútu eftir að lagt var af stað. En þetta var fínt og farið í pottinn á eftir. Gerir manni eflaust gott að hlaupa í hóp annað slagið.
Síðan kíkkaði ég á "djass" tónleika um kvöldið, þar vour "Siggi og söfnuðinn" að spila, en það er Siggi Ingimars (betur þekktur sem Siggi Kapteinn eftir X-faktor þættina) og flinkir spilamenn með honum. Var alveg ljómandi að sitja í rólegheitum með bjór í hönd eftir hlaupin ;)
Svo settist ég niður við verkefnavinnu þegar ég kom heim um ellefu leitið, þurfti nefnilega að skila af mér verkefni í morgun. Enda laggði ég mig aðeins þegar skólinn var búinn í dag ;)
Svo er ég að fara í bíó á eftir, að sjá mynd sem kvikmyndaklúbbur Akureyrar (Kvik Yndi) er að fara að sýna.
Einnig er sprellmót háskólans í kvöld, söngvakeppni í Sjallanum og fleira, það er spurning hvort einhver orka verður eftir þá ;)
Einnig spurning um hvort að strákarnir fari nokkuð að gleyma hvernig mamma þeirra lítur út...hummm
Kristján minn á svo afmæli á morgun :) að verða 14 ára kappinn! Eitthvað verður nú af hormónaflæði hérna þá, þar sem hann ætlar að bjóða nokkrum gelgjum í afmælið sitt.
Annars er Kristján að verða svo mikið gelgja (ekki samt á neikvæðan hátt), hann er bara svo fullur af tilfinningum (hormónum) sem hann er ekkert að vita hvað hann á að gera við, svo hann fær kjökurköst, kuldaköst og er almennt í "miklu uppnámi" þessa dagana. En það góða við þetta er að hann er alltaf að faðma mig í tíma og ótíma, nokkuð sem hann hefur ekki viljað gera síðustu ár ;) Lifi gelgjan :)
Lét plata mig til að vera með í stuttverki sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu 6.okt. En þá verður stuttverkahátíðin "Margt Smátt", og vil ég nota tækifærið til að hvetja alla til að mæta og horfa og hafa gaman að. Við erum með þátt sem heitir: "hlé" og er bara mjög skemmtilegur :) Gerist í hlé-i inn í búníngsherbergi í áhugaleikhúsi.
Er farin í bíó, á danska mynd sem ég man ekki hvað heitir....
Til next...adios
Friday, September 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Margt smátt verður sem sagt fjölskylduhátíð í ár. Róbert er að leika, Árni að leikstýra (öðru) og svo er enn annað eftir hann. Og svo er Árni kannski líka að leika, í enn, enn, öðru. Þeir verða semsagt báðir á svæðinu, en líklega verð ég fjarri góðu gamni, í skólanum og að huxa um barnið sem er ekki hafandi í leikhúsi, ennþá.
Svo verður gestaherbergið nottla laust.
Frábært! :) Bæði að þeir kappar skuli verða þarna báðir og að gestaherbergið verði laust, eru sko bara meiri en miklar líkur að ég fái að nýta mér það :) Knús :)
Post a Comment