Tuesday, September 18, 2007

Misskilningur

Held ég hafi misskilið námstækni-námskeiðið eitthvað. Hélt að ég gengi þaðan út full af visku, og lærdómsbrautin biði breið og greið...
En á meðan ég er í þessum dagdraumum (sem ku víst vera eitt af þessum þáttum sem trufla námseinbeitingu) þá bara hlaðast upp verkefni og ólesið efni virðist engan endi taka. Nema ég taki mér tak og lesi ;/
Það er líka bara eitthvað svo mikið að gera, námskeið í dag, kindur á morgun og fundur, námskeið á fimmtud. og sennilega sláturgerð á föstudag.
Ég held bara að ég sé á því skeiði að mér finnst allt eitthvað svo yfirþyrmandi og eitthvað.
Svo finnst manni maður vera hálf þroskaheftur þegar maður sér nemanda í næstu sætaröð spila tölvuleik allan tímann, en geta samt spurt gáfulegrar spurningar um efnið.....Halló! Ég á nú bara fullt í fangi að fylgjast með og glósa í leiðinni! En ég hugga mig við að að þetta hljóti að vera fólk sem á sér ekkert líf utan lærdóms, sem getur leift sér svona lagað. Greinilega búið að liggja yfir námsefninu í viku fyrir tímann.
Best að hætta að væla og gera eitthvað.
Það var samt eitthvað annað sem ég ætlaði að blogga um, get bara enganvegin munað það...

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

"Fólk" gæti líka verið nýkomið úr menntaskóla, en þar kemst maður í gífurlega þjálfun við að þykjast læra en vera í raun að gera eitthvað annað.

Ég var líka með minniháttarkennd gagnvart öllum sem töluðu í tímum langt fram eftir háskólanámi, þangað til ég fór að skilja hvað þau voru að segja og fattaði að þetta var bara eitthvað bull með flóknu orðavali og slettum.

Díana said...

til hamingju með allt hlaupið. Hef samt aldrei skilið fólk sem hleypur í hringi.. ég sit frekar heima. Gæti auðvitað hlaupið út í búð og keypt eitthvað.. notað ferðina? :)