Sunday, September 30, 2007

Bíó

Búin að vera verulega menningarleg sl.3 daga og fara í bíó upp á dag :)
Fyrst var dönsk mynd: "listin að gráta í kór" mjög góð mynd um viðkvæm málefni sem mér fannst vera gerð góð skil.
Svo var austurrísk mynd: "FOREVER, NEVER, ANYWHERE" ; glettilega skemmtileg mynd um vægast sagt mjög óheppna kappa og mannlegt eðli....eða óeðli ;)
Og síðast en ekki síst var bandarísk mynd: "Crazy love" og var það vægast sagt mögnuð ástarsaga, og það magnaðasta var að hún er sönn. Nokkurs konar heimildarmynd.
Það er verið að sýna allar þessar myndir og fleiri til á kvikmyndahátíðinni í Rvk. og mæli ég eindregið með þeim.
Er heppin að búa ekki í Reykjavík, því ég myndi sennilega fara á allar myndirnar ;) Gott að láta skammta sér smá sýnishorn hér norður ;)

Jæja, próf á morgun.....og ég alltaf jafn flink að humma fram af mér að setjast niður við lesturinn.

Afmælið fór vel fram í gær :) Kristján orðinn 14 ára.....tíminn flýgur hratt á gerfihnatta öld, sem minnir mig á það að vonbrigði haustsins voru þau að títt nefndur Pálmi Gunnarsson,sem átti að verða uppáhalds bekkjarbróðir minn í vetur, hætti greinilega við allt saman og hefur ekki látið sjá sig í skólanum.....og nafnið hanns dottið út af nemendalistanum :( skæl skæl....

Get ekki lært....er með tárin í augunum.....skæl...farin að sofa ;)

Till next...adios

No comments: