Í fréttum er réttir helst ;) Já, það voru sko réttir í dag, og þá frekar tvær en ein! Byrjaði á því að fara á Þverárrétt, þar sem engin gekk af göflunum ,(eins og í fyrra)allt fór bara rólega fram.Undarlegt nokk! Við áttum þarna einar 46 kindur (give or take one or two) og tróðum þeim í kerrur og bíla og brunuðum með það heim. Svo var gert matarstopp í sveitinni, bæði borðaður hefðbundinn matur, en einnig gúffað í sig helling af perutertu, sem Alla mágkona var svo góð að skella á í tilefni dagsins. Bæði mamma og Steinar Logi áttu sem sé afmæli í dag :)
Svo var brunað austur á bóginn og farið í Illugastaðarrétt. Þar áttum við sko 122 kindur og svo tókum við líka úrtíninginn frá hinum E-bæjunum, svo þetta var alveg á tvo stóra bíla. Reyndar keyrði sami bíllinn tvær ferðir (eða ökumaðurinn keyrði bílinn), og við (við=ég, Sverrir, Pálmi og Imma) lékum okkur bara í fótbolta/körfubolta á meðan við biðum milli bíla. Svo ég var bara að koma heim rétt fyrir kl.22:00 henti mér í sturtu og strákunum líka (ekki öllum í einu samt) og svo var liðið bara drifið í rúmið....ekki seinna vænna, skóli á morgun! Svo núna er ég bara að hlaða fartölvuna fyrir morgundaginn, þess vegna ákvað ég að nota tækifærið og blogga smá. Ætla samt að láta þetta duga, er hálf aum í fingrunum og höndunum eftir alla drættina í dag...hummm ég er sem sagt búin að stunda frjárdrátt í allan dag! :/ Ekki láta vita afþessu.
Till next...adios
Sunday, September 09, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Betri er fjárdráttur en enginn dr.... Nei þetta hljómar ekki vel!!!
Post a Comment