Tuesday, January 13, 2009

Föðursystir

Ég er náttúrulega löngu orðin föðursystir margra barna...ótrúlegt hvað helmingur bræðra minna er duglegur við að fjölga sér ;)
En sum sé Þórður bró og Alla mág eignuðust sum sé eina stóra stelpu um eitt leytið í dag :) og við ég nota tækifærið og óska þeim innilega til hamingju með það :)
Vil einnig nota tækifærið og benda á bloggfærslu mína í gær, þar sem ég spáði því að barnið kæmi í heiminn í dag ;) ...eða á föstud.en það var bara svona vara vara dagur ;)
Já, stúlkan var sum sé einnthvað um 18 merkur og 56 cm em ég man rétt (sem er ekkert endilega rett, á í mesta basli með að muna svona).

Annars er ég að hamast við að laga til fyrir saumaklúbb í kvöld, á eftir að fara í búð og laga enn meira til svo það þýðir lítið að hanga bara við tölvuna :) ætlaði bara að gera kunngjört um fjölgunina í stórfjölskyldunni :O)

Till next...adios

6 comments:

Anonymous said...

Til lukku með frænkuna. Já það er nú vissara fyrir þig að laga til áður en skvísurnar mæta á svæðið;-)

Anonymous said...

Innilega til hamingju með frænkuna!
knús á línuna.
kv
Díana

Anonymous said...

til hamingju með frænkuna. Það er nú vissara að vera ekkert að taka of mikið til... Þær rusla hvort eð er bara aftur til;) Sérstaklega hún ástkær móðir mín (Hanna);)

Anonymous said...

Eva Rut! Skamm, skamm!! Ég var svoo róleg. Enda var tekið á móti manni með freyðivíni og svo fengum við hvítvín með matnum - svo ég var aaaaalveeeg saaaaliiiiróóóleeeg :-)

Anonymous said...

Vá þetta kalla ég sko saumaklúbb ekki bara eitthvað kaffisull;-)

Elísabet Katrín said...

Þetta er sko alvöru saumaklúbbur ;)