Monday, January 12, 2009

Skólamál

Fór í bókainnkaupaleiðangur í dag...þurfið að kaupa óvenju fáar bækur en þær voru líka óvenju dýrar. en þessar þrjár bækur sem ég keypti kostuðu um 16.000 kallinn!
Fór annars að spá í það við afgreiðslukassann að ég væri kanski með svolítið undarlega samansettar vörur, ég var sum sé með 2 bækur um stjórnmál Comparative Politics og Íslenska stjórnkerfið, eina bók um barnabókmenntir Í Guðrúnarhúsi og svo dósayddara með hauskúpumynd og einn stóran tréblíant, sexstrendan og feitan sem stendur á Learning-to-write pencil...hummm...spurning hvort ég hefði átt að kaupa þetta í sitt hvoru lagi ;) og muna eftir einu skólabókinni sem ég get hugsanlega skilað frá í fyrra :)

Mér tókst að klára herbergið hans Kristjáns í gær :) nú er það málað í Mývatnsbláum lit og með eikarparket á gólfinu...bara geggjað :) langaði nú mest til að flytja bara sjálf inn í herbergið...en það er víst ekki í boði. Nú er næst á dagskrá að reyna að koma skikki á restina af íbúiðnni.
Ég er búin að lesa Kristjáni pistilinn um umgengni um "nýja" herbergið, þar skal hlýta mjög ströngum reglum sem kallaðar verða "umgengnisreglur" ;)
Hann fékk fyrstu skammirnar í dag, þegar ég kom heim þá fann ég tvö poppkorn á gólfinu hjá honum...sennilega verð ég svo mikið að passa upp á þetta eina herbergi að restin af íbúiðnni verður bara eins draslaraleg áfram og hún er búin að vera ;)

Alla mágkona er víst ekki búin að eiga enn...ég spái því núna að ef hún kemur ekki með krakkann í heiminn á morgun, þá muni hann fæðast þann 16.janúar en sá dagur ku vera í alveg sérstöku uppáhaldi hjá Þórði bró: ;)

Jæja, ætla að láta þetta duga í bili og gera smá nostalgíu verkefni um Dísu ljósálf :) fyrir barnabókmenntaáfangann...

Till next...adios

No comments: